mánudagur, september 26

Welcome to the wild wild north west

Ferðin hófst á mjög svo vandræðarleg bílferð sem endaði með útafakstri í snjóskafl.
Kíktí svo aðeins á djammið á föstudagskvöldinu, bærinn var þá fullur af villtum kúrekum í Hendson göllum og reiðvestum merktum “Ástund”.
Fórum svo í landsfrægu Laufskálaréttir þar sem það var alla vega 10x fleira fólk en hestar. Fylgdumst við með hestaslagi og drykkjusöng með 10 cm jafnfallinn snjó á hausnum.
Um kvöldið settum við svo upp kúrekahatta og gleyptum í okkur 54 hlaup skotum þar sem hvert skot hófst á “I want jelly in my belly”! Eftir að við vorum búin að þraut æfa línudansinn okkar. Hoppuðum við upp í bíl og á réttarball með Bó Halldórs. Bó kallinn kann greinlega að syngja ástina í fólkið, þar sem maður sá nær enginn slagsmál og nær allir komust á séns. Enduðum við kúrekagellurnar samt allar heim í okkar rúm og héldum lautarferð í eldhúsinu þar sem slátruðum nokkrum túnfisksamlokum, þó það hefði kannski verið meira við hæfi að hituðum bakaðarbaunir. Sungum við okkur svo í svefn um að við ætlum að hætta að drekka á morgun en við værum blindfullar…!
Svo þegar við vorum búin að hrista af okkur sem mestu þynkuna lögðum við af stað út í snjóinn, þar sem við vorum ekkert að flýta okkur stoppað í spádómskaffi hjá frænku Ástu og Evu. Þar sem ég komst að því að ég mun annað hvort lenda í peningabraski með Bjarnheiði eða rosalegu sukki! Hmm.. hvor ætli sé líklegra?!

1 Comments:

At 14:14, Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahaha sé ykkur bjarnheiði allveg fyrir mér saman í peningabraski!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home