þriðjudagur, júní 27

Litla Ísland

Eina andvökunótt í seinustu viku datt mér í hug að fara að taka til í geymslunni hjá mér. Þar fann ég kassa merktum "ljósmyndir og filmur". Hafði ég nú ekki kíkt í þann kassa í nokkur ár. Eins og við var að búast hrundu yfir mig gamlar minningar þegar ég skoðaði gömlu myndirnar. En í kassanum fann ég einnig myndir sem ég hafði tekið á þjóðhátíð í eyjum árið 2003. Ég hafði nú hugsað mér að henda þessum myndum því þar sem ég var með einnotamyndavél hvarlaði að mér að ég hafi tekið vitlausa myndavél með mér heim því ég þekkti ekki helminginn af fólkinu sem var á myndunum. En í dag árið 2006 hefur mér tekist að kynnast þessu ágæta fólki. Ég get því samviskusamlega komið þessum myndum fyrir í albúmi og merkt með nöfnum.

Einnig hef ég eytt endalausum tíma á næturvöktum við að skoða myndir á netinu. Sveinn bróðir er með myndasíðu þar sem hann tekur myndir af fólki í mis góðu ástandi á djamminu. Eftir því sem ég skoða eldri myndir því fleira fólk kannast ég við.

Já það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki, en ég vona samt að ég fari nú ekki að þurfa flýja til útlanda til að halda því áfram.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home