miðvikudagur, janúar 17

Sæmsæri?

í gær heyrði ég svo ógeðslega fyndna frétt. Mér fannst hún kannski svona fyndin af því ég hélt að hún væri um mig!
Umtöluð frétt var í kvöldfréttum RÚV. Þegar verið var að kynna fréttina var sagt "Mannfræðingur segir að bara þeir sem eru í sambúð eða giftir mega fara á þorrablótið". Afhverju fannst mér þetta svona fyndið, jú af því ég hafði ný ákveðið að fara á Þorrablótið hérna í sveitinni og þegar ég panntaði miðann, var ég spurð mjög ítarlega hvort ég ætlaði bara að fá EINN MIÐA!!, ég var líka lengi að ákveða hvort ég ætti að fara á þorrablótið, og fólk var alltaf að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að bjóða einhverjum myndarlegum með mér? Ég hugsa reyndar að ég bjóði einni myndarlegri með mér, því Sandra ætlar kannski að renna norður til að

Svo fyndin fannst mér þessi frétt að mig dreymdi að ég hafi enn verið að hlægja af henni í nótt...

1 Comments:

At 22:12, Anonymous Nafnlaus said...

þú ert yndislegust, bestust og skemmtilegust. Skil ekki hvað fólk er að reyna heimta einhvern mann alltaf með þér, hann væri bara fyrir :p :p

Snilld líka með ísinn hérna að neðan, hí hí hí, ég er reyndar með minn eigin öskurapa hérna. Um leið og mig langar í eitthvað að borða þá heimtar hún athygli... ég held að hún sé að reyna senda mig í extreme megrun :p

knús og kærar kveðjur, hafðu það gott í sveitinni :)

 

Skrifa ummæli

<< Home