föstudagur, febrúar 20

ég er farin að halda að ég beri vott af Maniu, er alltaf að fá einhverjar klikkaðar hugmyndir.......

Það hefur verið svo brjálað að gera hjá mér seinustu vikurnar og hef ég þurft að vera með stíft plan svo allt gangi upp. og sjónvarpshorf var alls ekki inn í því plani!! en alltaf einhvernvegin hef ég staðið mig að því að kveikja á imbakassanum þegar ég er heima! var ég farin að lýta á sjónvarpið sem hin mikla óvin sem ég þyrfti einhvern vegin að sjá við......
margar hugmyndir hafa komið við í kollinum en enginn þeirra verið nógu raunsæ til að koma í framvæmd. meðal þeirra eru:

- Að henda loftnetssnúrunni (en ég held að ég myndi bara búa mér til nýtt loftnet í staðinn).

- Gefa Rauða Krossinum sjónvarpið mitt (það væri nú bara bilun!!!)

- Fela sjónvarpið þannig að ég þyrfti að hafa mikið fyrir því að horfa á það
(ég held að ég myndi alveg leggja það á mig)

Svo var ég að tala við vinkonu mína um daginn sem by the way á mjög gamalt og lítið,ljótt sjónvarp. Fæ ég þá allt í einu þá flugu í hausin að bara hreinlega skipta um sjónvarp við hana......

Þannig að núna sit ég uppi með mjög svo óaðlaðandi sjónvarp og finnst mér það svo glatað að mig hreinlega langar ekki til að kveikja á því!!!

Hvað ætli ég haldi það lengi út??


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home