mánudagur, mars 1

*Geysp*
allt of mikið að gera hjá mér og kann ég mér aldrei hóf í einu né neinu, þó svo að ég sé búin að fækka aukavinnunum niður í 2 þá er ekkert minna að gera hjá mér. En snjallræði seinustu viku er þó að ganga upp hjá mér. Er barasta nær ekkert búin að horfa á sjónvarpið, enda bölva ég því í hvert skipti sem ég sé það. svo Húrra fyrir mér :D

Fór í Grímupartý um helgina, dulbjóst þar sem Slóvenskur róni, var með alveg rosalega grímu sem Gummi bróðir hafði verslaði í Prag fyrir mörgum árum. Vakti hún upp misjöfn viðbrögð partýgesta, má samt segja að hún hafi vakið upp mikinn óhug sem braust út í ofsa hlátri, hún var alla vega svo raunverulega að ég gat sýntmörg mismunandi svipbrigði, en það tók mjög á, en ég var í góðu formi eftir munnæfingar kennslu seinasta veturs ;)

á næstu dögum verður svo áframhaldandi söngur, lestur, vinna, skýslugerð og kaffidrykkja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home