miðvikudagur, nóvember 24

"Best í heimi!"

það er fátt sem mér finnst jafn óaðlaðandi eins og gamlar og ljótar skólabækur/skruddur!

Það eru örugglega ekki margir sammála mér, en ég virðist hafa ofnæmi fyrir gamalli Íslensku og íslendingasögum, fæ útbrot við það eitt að heyra minnst á bragfræði eða Sturlunga!
Núna er ég að skrifa ritgerð þar sem ég þarf að flétta upp í gamalli skruddu sem heitir því fallega nafni "Lýðmentun" gefin út 1903! og ég er strax komin með ógleðistilfinningu!

Ég veit ekki hvað hefur orðið til þess að ég fái grænar bólur af íslendingasögu, nema kannski bara það hvað íslendingar eru alltaf "best í heimi"!!

Mér finnst meira að segja leiðinlegt að blogga um íslendingasögu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home