laugardagur, nóvember 18

Forvitnin drap köttinn....

Fjölskyldan mín hefur verið ansi iðin við að trufla mig við ritgerðasmíðir þessa daganna. Þannig ég verð bara að grípa til þess ráðs að læra á nóttunni til að fá almennilegan frið.
í nótt var ég loksins komin á þetta fína skrið við að skrifa ritgerð sem ég á skila á þriðjudaginn. Sá fyrir mér að geta klárað um og yfir 1000 orð í nótt. En svo fæ ég þetta dularfulla símtal. Viðkomandi sagðist nú vera að spurja eftir einhverjum Pétri, en af ákveðnum ástæðum dreg ég þá ástæður stórlega í efa. Áður enn ég vissi af var ég í fullum ham við að gúggla kauða og komin með alla vega 6 samsæriskenningar um tilætlan símtalsins. Þar með var einbeitingin við ritgerðarskrif um Karl Marx horfin! Orðin sem skrifuð voru í ritgerðina í nótt urðu því ekki nema 500!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home