þriðjudagur, nóvember 21

lesgleraugu og karlmenn

nú er ég búin að sitja of lengi samfleitt, vaka of lengi, drekk allt of marga litra af kaffi og búin að lesa of mikið um kapitalisma! í svona ástandi fær ég yfirleitt skemmtilegar pælingar sem get því miður ekki sett inn í ritgerðinar mínar.

Ein pæling er sú að það er margt líkt með sambandi mínu við lesgleraugunum mín og sambönd mín við karlmenn.
Ég verð mjög þreytt að lesa án þeirra
En ég verð líka mjög þreytt á að nota þau of lengi í einu
Ég er alltaf að taka þau af mér og setja þau svo aftur á mig
Þar að leiðandi er ég alltaf að týna þeim, en finn þau sem betur fer alltaf aftur
Ég er oft að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að fá mér nýrri og flottari gleraugu
Ég fæ álagsmeiðsl ef ég nota þau of lengi í einu
Ég held oft að ég þurfi ekkert á þeim að halda
Mér þykir nú eiginlega vænt um þau, en ég verð ótrúlega fljótt leið á þeim

4 Comments:

At 10:45, Anonymous Nafnlaus said...

Held þú þurfir bara að fá þér betri gleraugu...

 
At 22:16, Blogger Anna Sigga said...

hm... já þú meinar..

 
At 09:31, Anonymous Nafnlaus said...

thíhí...

 
At 19:00, Anonymous Nafnlaus said...

híhíhí þú ert svo skondin Erna María;) Maður kemst alltaf í gott skap að lesa bloggið þitt;)

Kveðja Solveig Björk

 

Skrifa ummæli

<< Home