fimmtudagur, febrúar 22

já einmitt!

Seinustu daga hef ég mikið verið að pæla í því afhverju það er ekki búið að tæma ruslatunnuna. Hún er alveg orðin kjaftfull og er ég alveg í vandræðum með að henda ruslinu. En svo fattaði ég allt í einu að ég bý upp í sveit og þangað mæta ekki ruslakallanir!

ójæja, þá fæ ég tækifæri til að prófa tryllitæki bróður míns svo ég geti komið ruslinu í viðeigandi ruslagám, ég held að það séu alla vega 6 ár síðan ég keyrði dráttarvél seinast og þá voru hvorki sjónvörp né geilsaspilarar í þeim!

2 Comments:

At 20:47, Blogger Ásdís said...

sjónvarp ???

 
At 00:17, Blogger Erna María said...

já það er víst til að geta séð einhverjar græjurnar sem eru aftan í vélinni þegar verið er að gera eitthvað, eitthvað sem ég skil ekki :/

Eða svo segir bróðir minn, en mig grunar að hann sé bara með það til að horfa á glæstar og leiðarljós ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home