fimmtudagur, júlí 7

komin á mölina

Kom heim að norðan í gær, var búin að vera í 6 daga. Hefði samt alveg viljað vera lengur að vesenast í sveitinni! Það var alveg ótrúlega notalegt að komast aðeins í náttúruna og hitta allt fólkið mitt. Um helgina var ættarmót í mömmuætt, s.s. Gilsaramót. Var alveg ágæt mæting eða um 125. á mánudaginn fór ég á tónleika í Hóladómkirkju með KK og Ellen systir hans. Voru þetta alveg æðislegir tónleikar og komust færri að enn vildu, en þó voru nokkrir sem létu sig hafa það að standa í andyrinu og fyrir utan!

Það er samt alveg ágæt að komast aftur heim í Reykjavík þar sem ég get sofið í mínu eigin rúmi og notað mína eigin þvottavél....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home