miðvikudagur, nóvember 2

Mikið er ég fegin hvað tónlist hefur mikil áhrif á mig

Í dag fór ég í brjálað vont skap, eftir að hafa talað við mesta karlrembu heimsins um rasisma, það gjörsamlega sauð á mér! Gat ekki einu sinni haldið áfram að læra, ákvað því að koma mér bara heim.
En úti var ótrúlega fallegt veður, blanka logn, komið myrkur og ís yfir öllu. Kveikti ég þá á Nat King Cole í mp3 og BLING! fór í þetta rosa góða skap og langaði helst að taka Dive og Vals á svellinu alla leiðina heim.

2 Comments:

At 21:03, Anonymous Nafnlaus said...

Fly me to the moon.......

 
At 23:55, Blogger Ýrr said...

Er einmitt að hlusta á Ísak litla syngja Bernstein....

"Adonai adonai......."

yndislegt. Og maður verður svo glaður og hrærður og það er til svo margt fallegt og yndislegt í heiminum...

 

Skrifa ummæli

<< Home