fimmtudagur, mars 23

Árshátíð mannfræðinema á morgun!!!!

Haldið í Lögreglusalnum, Brautarholti 30, 105 RVK.
- Mæting í fordrykk er 18.00

Matseðillinn verður í takt við þemavikuna og því með afrísku yfirbragði:

Forréttur:
Sjávarréttasúpa og brauð

Aðalréttir:
Lambasteik, marineruð í jógúrt, hvítlauk og kanel með Marokko cous cous og grænmeti
Afrískt grænmetisragú með linsubaunum og cummin
Penne pasta í pesto
Tortellini pasta með “piri piri” kjúklingi

Meðlæti:
Brauð og hummus, ferskt grænt salat, hvítlauksdressing og sveppasósa.


Djembé leikarar, Dansar og aðrar uppákomur halda uppi stemmingu og
ofur hress skífuþeytari mun svo halda okkur á dansgólfinu fram á rauða nótt.


Vúhú hvað ég hlakka til, en árshátíðin er líka lokahóf þemavikunnar, svo það verður rosalegt spennufall!!!

1 Comments:

At 08:35, Anonymous Nafnlaus said...

og var stuð?

 

Skrifa ummæli

<< Home