mánudagur, mars 6

Allt að gerast...

Sem kraftaverki líkast hef ég vaknað ofur hress kl 9 á morgnanna undan farið, held að það sé stressið samt sem keyrir mig áfram. Ég virðist ekki koma neinu í verk nema ég sé komin á einhverja deadline eða hafi þeim mun meira að gera. Fjölbreytni er líka góð, þannig mér hefur tekist að troða mér í sem flest embætti, og nú nýlega var ég kjörin meðstjórnandi í stjórn Röskvu og fjárölfunarstjóri.

Ba-ritgerðin er loksins komin á smá skrið. Ég er alla vega byrjuð að negla niður aðal rannsóknarspurninguna, "Er nekt orðin munaðarvara", ég sem sagt ætla að skoða nekt og klæðnað út frá efnismenningu, þá vísa ég til þess að í dag fylgir "fegurð" líkamsvaxtar og heilbrigt útlit auknum efnahag. Sem dæmi er Paris Hilton ímynd ríkidæmis og klæðist hún varla nema einhverjum pjötlum!!

Getur einhver komið með dæmi um ríka og fræga konu sem er feit jussa?

1 Comments:

At 21:08, Blogger Ýrr said...

Þær feitu og ríku konur sem mér dettur í hug, eru allar auðvitað í því að reyna að grenna sig og líta betur út!!

Mér dettur í hug: Oprah Winfrey (ekki feit lengur) og Qeen Latifah (sem ég myndi reyndar ekki lýsa sem feitri jussu, heldur geðveikt flottri). Kannski Aretha Franklin?

 

Skrifa ummæli

<< Home