Erna til bjargar!!
í gær var ónefndur tenór í mikilli nauð! Ísskápurinn hans var nefnilega að út troðinn af bjór sem hann þurfti nauðsynlega að losna við.Auðvitað kom ég til bjargar, enda talin sérstaklega hjálpsöm og ósérhlífin manneskja, en því miður er ekki hægt að segja slíkt hið sama um flesta aðra kórmeðlimi!!!!!!! En þó eftir allnokkuð tuð og pirring tókst mér að draga ör fáa með mér að hjálpa aumingja manninum.
Kvöldið var stuð, var það bara hin ágætasta skemmtun að vera eina stelpan inni króuð af tenórum og bössum eftir að hinar tvær stelpurnar flúðu af hólmi.
Áhugaverðast var þó að lenda á trúnó með fullum eðlisfræðis- og stærðfræðingum. Komst ég meðal annars að því maður þarf ekkert að kunna að reikna til að verða stærðfræðingur, bara kunna að telja!!!!
1 Comments:
Dugleg stelpa!! Ég hefði sko hjálpað til ef ég hefði átt heimangengt!
Skrifa ummæli
<< Home