ein árshátíð búin
Þá er ein árshátíð af þremur búin, og kostaði hún rosalega þynku og hálsríg dauðans!Þar sem ég var veislustjóri fannst mér það skylda mín að koma fólki almennilega í glas, og fannst mér bjórþambskeppni snilldar leið, en endaði það með að ég varð sjálf heldur of mikið í glasi. En það var mikið stuð, og stóð hljómsveitin Blásýra algerlega undir væntingum, og gat ég ekki annað en slammað eins og ég ætti lífið að leysa undir Ham söng Kalla, þó að hvíslaði hafi verið að mér að ég gæti átt von á alvarlegum hálsríg af þessum hamagangi. "piff, hvurslags aumingjaskapur í fólki" svaraði ég. nú er ég búin að bryðja Parkódín Forte en get samt ekki litið til hliðar án þess að tárast.
Ástmaður minn Jude, skemmti sér samt stór vel ;)
5 Comments:
Þetta var ekkerst smá skemmtileg árshátíð! :) - Rakel
bara stuð
Þú ert bara með nýjann í hverri færslu... hvað varð um Aidan???
KV. Ausa
En tóku grýlurnar ekki lagið?
jú auðvitað, til heiðurs þér og Sigrúnar!
Sara, Birna og Harpa voru svo duglegar að hjálpa mér.
og komst ég að því að ég kann alveg ágætis frönsku eftir 1 rauðvínsflösku, og 5 bjóra! :D
Skrifa ummæli
<< Home