mánudagur, ágúst 21

Ég er ekki frá því að ég sé haldin einhvers konar embættisþráhyggju. Sama hversu staðföst ég virðist ætla að vera við upphaf hvers skólaárs um að einbeita mér að náminu og missa mig ekki í vinnu og félagsstörfum enda ég yfirleitt hvert skólaár í minnst 3 embættum og 2 vinnum. Ekki það að mér finnst þetta eitthvað leiðinlegt, en ég verð nú að fara drífa þetta skrambans nám af.

Oft er sagt að fólk sem sé vant að stjórna öðrum láti sjálft illa af stjórn. Held að það sé margt til í því. Alla vega gengur mér rosalega illa að stjórna sjálfri mér.

3 Comments:

At 11:18, Anonymous Nafnlaus said...

Hvað ertu nú búin að koma þér í Erna María? hehe...

 
At 18:36, Anonymous Nafnlaus said...

Úff, þú ert svo stjórnsöm ;)

 
At 09:36, Blogger Ýrr said...

embættisþráhyggja... gott orð :)

Bara ekki tapa gleðinni, það er aðal atriðið!

 

Skrifa ummæli

<< Home