föstudagur, febrúar 23

Að fara eða ekki fara, það er efinn II

hmmm, fólk virðist vera á einu máli um að ég ætti að drífa mig út, ég er svona nokkuð sammála því. En málið er aðeins flóknara en svo. Þar sem ég gæti mjöglega fengið vinnu út á framhald á lokaverkefninu mínu, sem yrði draumavinnan eins og er, er það ákveðin áhætt fyrir mig að vera stökkva frá henni strax.


En ég er náttúrlega ekki búin að fá þá vinnu ennþá, þó það sé verið að gefa mér gylliboð úr ýmissum áttum.


Svo ég þarf eiginlega að velta mér upp úr þessu aðeins lengur....

Spurningin hvort ævintýraþráin eða skynsemin ráði?

Ætla alla vega ekki að spyrja mömmu og pabba ráða, veit alveg nákvæmlega hvað þau vilja! Ég ætla alla vega að nota tækifærið og skrá mig úr Framsóknarflokknum meðan mamma er úti á Spáni, hún getur þá jafnað sig áður en hún kemur, þó hún segist ekkert ætla að skipta sér af því hverja ég styð, er hún endalaust að minna mig á hvað ég hafði kosið rangt í seinstu sveitastjórnakosningum.

4 Comments:

At 09:10, Blogger Unknown said...

Fara, og ekki efast um það meir! =)

 
At 10:16, Blogger Ásdís said...

Ef ég fengi draumadjobbsdæmi.. mundi ég vera! --..ENDA ekki með neina sérstaka langútlandaþörf.. En ert þú með sterka langútlandaþörf?

Því getur enginn svarað nema þú!

kv Helgihe

 
At 12:07, Anonymous Nafnlaus said...

mér lýst vel á að skrá sig úr framsókn.... gó Erna hahahah...

kv hildur...

 
At 00:24, Anonymous Nafnlaus said...

Hva er búið að bjóða þér vinnu sem kosningastjóri framsóknarflokksins? Töff

 

Skrifa ummæli

<< Home