þriðjudagur, apríl 13

Mitt tvöfalda líf........

Fór norður um páskanna, var ekki búin að fara þangað í tæpa 3 mánuði og hefur mér aldrei fundist Skagafjörður eins fallegur og þá!
Kom samt ekki norður fyrr en seint á miðvikudagskvöldið og eftir stuttar samræður við fjölskylduna og hvolpinn (oh hún er svo mikið æði, og fékk hún góðan skammt af styrkingu :) var haldið í partý og svo á sveitaball með Von og Kalla Bjarna Idol stjörnu og var vinsældirnar alveg að fara með Kalla greyið.

Var frekar hissa á að sjá að þarna var nákvæmlega sama fólkið og fyrir 5 árum þegar ég lét mig ekki vanta á neitt einasta ball né partý...... eða svo hélt ég! Þegar ég ætli svo að fara að tala við gömlu djammfélagana þá komst ég að því að þetta voru litlu systkyni þeirra (úppa sí :S) en það gerði stemminguna hjá okkur vinkonunum bara ennþá skemmtilegri og vorum við duglegar að skála fyrir “18 ára” afmælisdeginum okkar.

Eyddi svo helmingi páskanna í náttfötunum og með ljótuna á háu stigi. Fór sam hinn helminginn í heimsóknir og á rúntinn... rúnturinn er sér “út á landi” hefð, ef maður nenni ekki að detta í það, fara í partý, horfa á vídeó eða fara að sofa er ekki mikið eftir til að gera þá fer ungdómurinn á rúntinn og keyrir fram og til baka í gegnum miðbæinn með öllum þeim hefðum og siðum sem því fylgir, merkilegt sem það er, þá vorum við alls ekki aldursforsetar þar :)


Var það svo á rúntinum sem ég gerði mér grein fyrir því að ég lifi tvöföldu lífi (hljómar frekar dramatískt)...á rúntinum voru nokkrir bílar sem nokkrir vinir mínir í RVK eiga líka t.d. fannst mér ég alltaf vera að mæta bílnum hans Gauja... en Gaui býr ekki á Sauðárkróki!!...

Fyndið ég umgengst alveg sitthvort fólkið hér í RVK og á Króknum (að Guðfinnu og Völu frátalinni) og er þetta bara alveg ótrúlega ólíkt umhverfi og fólk....hvar skyldi ég svo velja að búa í framtíðinni í sveit eða borg???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home