sunnudagur, nóvember 28

"Undir Stjörnuhimni"

Á fimmtudaginn seinasta difum við Kristín og Sigrún okkur í bíó að sjá seinustu myndina á kvikmynda hátíðinni. Myndin hét "Undir stjörnuhimni" og var heimildarmynd um götustelpuna Fridu í Suður-Afríku sem hafði þann talent að geta sungið, hafði þá tekið þátt í “Idoli” þeirra Suður-Afríkumanna (poppstar) og orðið ein af 50 best úr 200 manna hópi.
En það sem myndin sérist aðalega um var hvað gerir götubarn eftir að hafa unnið í svona keppni? Það er ekki nóg að fá tækifæri það þarf að geta unnið með það og tekist á við það! Lífið er ekkert svo einfalt, það er enginn álfadís sem leysir fólk úr álögum!

Þetta var sem sagt raunveruleg mynd um raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home