sunnudagur, nóvember 26

ef ég er tossi, þá ert þú tossi!!

jæja, nú er ég flutt í Odda. enda komin í algjört tímarugl með ritgerðinar. já já, letin hefnir sín!!

Annars gengu tónleikarnir á laugardaginn bara vel, hlakka til að sjá gagnrýnina sem kemur í Mogganum fljótlega.

Alltaf er maður að reyna að plata sjálfan sig. ég var alveg búin að ákveða að vera ekki á neinu hörku djammi í gærkvöldi þar sem ég þarf að halda mér einbeittri yfir náminu. Ætlaði samt að fá mér eins og einn bjór til að halda upp á tónleikana og aðeins að hitta félagana. jha þetta hljómar sem gott plan en ég náttúrulega stóð ekkert við það. þar sem ég var í boði þar sem frítt áfengi í tonna vís var á boðstólnum urðu bjóranir og rauðvínsglösin aðeins fleiri en eitt!!!
Kvöldið varð alveg stór skemmtilegt mikið rætt um pólitík kostningastrategíu, lauslæti og Bernesósu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home