fimmtudagur, nóvember 23

Stressi stress.....

Þar sem ég á til að vera oft frekar hvatvís, ákvað ég að gefa litla kútnum hennar Völu æskuvinkonu minnar lag í skírnargjöf.

Ég ætla sem sagt að syngja Líf eftir Stebba Hilmars og Jón Ólafs

fjúff! hvað ég er stressuð, fáránlega erfitt að syngja poppsöng almennilega þegar maður er vanur að syngja klassík!! En þetta ætti nú alveg að takast búin að vera ofur dugleg að æfa mig og syng því nánast alls staðar sem ég er t.d. í bílnum, heima, úti á götu, ljósum og kvöld byrjaði ég óvart að syngja í sturtunum í Baðhúsinu! Maður er bara orðin skilyrtur fyrir því að syngja í sturtu.


Þetta mun því verða söng vikan mikla því Háskólakórinn verður með stórt tónleika á laugardaginn og svo er skírnin á sunnudaginn.
Wish me luck..


Þetta lag mun því vera frumraun mín í formlegum einsöng.

Líf
[texti: Stefán Hilmarsson]
[lag: Jón Ólafsson]

Ljós í myrkri, lang og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu kominn
inní heiminn, lítill dofinn.
Dregur andann hið fyrsta sinn

Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni,
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.

Líf.
Ljómi þinn er skínandi skær.
Líf.
Augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð:
ég svíf
því ég á
þetta líf.

Óskadraumur -ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi
þessa stund ég elltaf geymi
í mínu sinni ókomin ár

Líf...

Ótrúlega viðeigandi texti fyrir skírn :)

4 Comments:

At 13:17, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta á eftir að ganga vel hjá þér vinan :)

 
At 20:19, Anonymous Nafnlaus said...

tetta er svo rosalega fallegur texti... viss um ad tu ferd vel med hann :)

 
At 12:17, Anonymous Nafnlaus said...

Já þessi texti er rosa flottur, þú átt eftir að standa þig vel;) Hlakka mikið til að heyra þig syngja í skírninni:)
Kveðja Solveig Björk

 
At 07:31, Anonymous Nafnlaus said...

Mjög fallegt er að fara að syngja það fyrir bekkinn minn í dag!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home