miðvikudagur, febrúar 28

Breyttir tímar, breytt viðhorf?

Ég man eftir því að á tímabili fyrir mörgum árum að tölvert værum um að stúlkur á fermingaraldri urðu óléttar (þá er ég að tala um fyrir c.a. 20 árum +/-). Ekki held ég að það hefði verið efni í kvöldfréttir sjónvarpsmiðlana né forsíðufrétt dagblaðanna á þeim tíma.

Einhvern veginn efast ég um að það sé talið fréttnæmt utan sorpmiðla enn í dag, en ég er samt ekki alveg viss, í dag eru fóstureyðingar bæði sjálfsagðari og öruggari en t.d. fyrir 20 árum og alger fjarstæða að barn skuli fæða barn eins og fermingarstúlkur eru taldar í dag, ólíkt því þegar fermingarbörn voru talin vera að komast í fullorðinatölu.
En þrátt fyrir að 14 ára stúlkur séu frekar talin börn í dag, eru stúlkur nú að meðaltali að missa meydómin fyrr...

Við Sandra þrösuðum sem sagt mikið um þetta um daginn, langar mig því að spyrja ykkur hvað þið haldið?

Ef 14 ára stúlka verður ólétt og ákveður að eiga barnið nú árið 2007, er það fréttnæmt ?

3 Comments:

At 21:40, Anonymous Nafnlaus said...

já skemmtilegt umræðuefni frænkur :). Tímarnir hafa svo sannarlega breyst það er óhætt að segja. Ég er frekar íhaldsöm manneksja og tel þetta engann veginn vera fréttnæmt efni. Þá fynnst mérþað frekar vera orðið slúður ekki frétt. nú til dags eru konur almenn að eignast börn seinna. Enda er líka meira um ófrjósemi auk þess sem að konur eru að eignast færri börn. Okkur bjóðast fleirri tækifæri og manni langar helst að fljúga út í heim og sigra hann maður getur gert svo margt. það er ekki bara að sitja heima og punga út börnum. En mér fynnst að fólk eigi að vera meðvitað um það hvernig samfélagið er að hafa áhif á það og þeirra ákvarðannir í svona málum. ég myndi sko ekki mæla með því að svona ung stelpa eignist barn en ég er ekki heldur á móti því. Hún verður að fynna það með sjálfri sér hvað hún treistir sér í með stuðning fjölskyldunnar. í gamla daga stundaði fólk stundum ekki kynlíf fyrr en það ætlaði að eignast barn. En nú eru jú getnaðarvarnirnar komanar sem svo bregðast stundum og fóstureyðingarnar sem sorglega margar stelpur nota sem neyðargetnaðarvörn, margar hverjar fara oft. það fynnst mér rosa slæmt. en ég held að það vanti líka bara meiri kynfræðslu almennt til unga fólksins. Fólk fer allt aðrar leiðir í dag að ástinni eða að fynna nánd. Það er meira að prufa sig áfram eiga marga rekkjunauta. Og þessu fylgir bara þvi að kynsjúkdómar, óletta snemma, eða kynferðisleg misnotkun. en jæja þetta var nu meiri ritræban ubbasí ætla að halda áfram að læra nenni ekki að lesa yfir stafsetningar villu :P :) ;)

 
At 18:00, Anonymous Nafnlaus said...

Þegar ég var unglingur þótti alveg sjálfsagt að eignast fyrsta barnið 16-17 ára, enda flestir hættir í skóla og farnir að vinna nema einstaka 'nördar' sem fóru í langskólanám. Þegar ég var 16 ára var ég fullorðin og farin að heiman en krakkar í dag eru heima fram yfir tvítugt, enda hafa viðhorf til menntunar sem betur fer breyst talsvert. En ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tímann þótt eðlilegt eða sjálfsagt að fermingarstelpur ættu börn.

 
At 11:47, Blogger Gudfinna said...

Mér finnst það kannski ekki endilega fréttnæmt en mér finnst það vera mjög óeðlilegt að fermingarstúlka eignist barn, get rétt ímyndað mér hvaða áhrif það hefur á hennar líf og barnsins, ef það væri hægt að setja lög um svona hluti þá myndi ég vilja það

 

Skrifa ummæli

<< Home