miðvikudagur, mars 31

þegar ég var viðfang..........

fór í verklegan tíma í dag í lífeðlislegri sálarfræði. Í þetta skipti vorum við að mæla lífeðlisleg viðbrögð og athuga hvort það væri munur á líkamlegri eða tilfinningarlegri streitu,
eftir mikla tregðu hópfélaga til að bjóða sig fram, bauð ég mig fram í að vera viðfangið og var þar með fest á mig fullt tilheyrandi mælitækjum (eins og eru notaðar við lygamælingar) síðan var ég prófuð á alla mögulega vegu, lagt fyrir mig stærðfræðiþraut, látin svara vandæðalegum spuringum þ.m.t. hvort ég væri myndarleg!!, átti samt auðveldara með að segja að ég væri gáfuð ;)

síðan var ég látinn ljúga!!ég hef nú alltaf staðið í þeirri meiningu að ég sé nokkuð fær í að ljúga, það er ef mig langar til þess (á það til við óhóflegt magn áfengis), en mæliðtækið kom sko heldur betur upp um mig!!!

en þetta var bara stór skemmtilegur tími, alla vega í fyrsta sinn sem ég hef verið beðin af kennara að taka mér 5 mín í að slappa af og hlusta á róandi tónlist :) það ætti að taka það upp í fleiri tímum!

það væri samt áhugavert að prófa að mæla viðfangið (ég) eftir að það hafi innbirgt nokkur promil af áfengi!!! kannski ég minnist á það í umræðum í skýslunni um verkefni ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home