sunnudagur, mars 19

Þemavika Mannfræðinema - Heimsálfan Afríka



Undan farnar vikur hef ég ásamt stjórn minni í Homo setið sveitt við að skipuleggja þemaviku mannfræðinema og þetta er sem sagt útkoman!


HEIMSÁLFAN AFRÍKA


Er Afríka einsleit og ráða hungur og hörmuleg átök þar öllu? Homo, félag mannfræðinema við Háskóla Íslands, skoðar málin og stendur fyrir þemavikunni Heimsálfan Afríka dagana 20. til 26. mars.

Fjölbreyttir viðburður verða í þemavikunni og við hvetjum ykkur eindregið til að sækja þá:


20. mars, mánudagur
Dansatriði, anddyri Odda, kl 12.20

Þjóðdansinn Saidi
Dansari: Rosana Ragimova.

Saidi dansinn kemur upprunalega frá ofanverðu Egyptalandi, milli Gizen og Edfu. Hann er venjulega líflegur, orkumikill og jarðtengdur. Notast er við 4/4 rytma sem er þekktur sem Saidi rytmi. Dansarinn notar yfirleitt eitt eða tvö bambusprik.

















---

22. mars, miðvikudagur
Málstofa, Oddi, stofa 202, kl. 12.15 – 13.15

Vinir Afríku
Fyrirlesarar: Kjartan Jónsson, Jón Tryggvi Sveinsson og Sibeso Imbula.

Starfsemi félagsins Vina Afríku kynnt í máli og myndum. Vinir Afríku eru stuðningssamtök við uppbyggingarverkefni Húmanistahreyfingarinnar í Kenýa og Sambíu. Verkefnin snúast meðal annars um heilbrigðismál, grunnmenntun og almenna framfærslu.

---

23. mars, fimmtudagur
Málstofa, Oddi, stofa 201, kl. 12.15 – 13.15

Er eitthvað annað í Eþíópíu en hungursneyð?
Fyrirlesari: Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðamaður.

Hversu mörgum dettur Eþíópía ósjálfrátt í hug þegar þeir heyra orðið hungursneyð? Hvað með stríðsástand, vesöld og vannærð börn? Eþíópía er eitt fátækasta land í heimi og verður reglulega fyrir alvarlegum þurrkum. Sigríður Víðis Jónsdóttir veltir fyrir sér hvort þar sé eitthvað annað en fólk sem býr við sára neyð og sýnir ljósmyndir frá dvöl sinni í landinu.

---

24. mars, föstudagur
Málstofa, Askja, stofa 123, kl.12.15 – 13.30

South Africa's Challenges and Successes vis-a-vis Political Developments in Africa

Fyrirlesari: Edward Maloka, dr. í sagnfræði og forstöðumaður Afríkustofnunar Suður Afríku (AISA). Hann hefur m.a. starfað sem kennari við Cape Town háskóla og sem stjórnmálaráðgjafi.


Conflict Resolution in Africa: Lessons Learnt and Challenges.

Fyrirlesari: Vasu Gounden, dr. í lögfræði og forstöðumaður African Centre for the Constructive Resolution of Disputes (ACCORD). Hann er sérfræðingur í samninga- og sáttagerð og hefur starfað í fjölmörgum sannleiks- og sáttanefndum í Suður Afríku.

1 Comments:

At 10:41, Anonymous Nafnlaus said...

Vá, greinlega nóg hægt að gera þessa vikuna. Svaka flott :)

Heyrðu annars gleymdi að láta þig vita, ég gleymdi grænu slæðunni heima hjá þér? Kíki á þig bráðlega :) knús knús

 

Skrifa ummæli

<< Home