föstudagur, október 27

væl væl og sjálfsvorkun...

úff, ég hef enga þolinmæði fyrir að vera veik!!
Ég var alveg handvissum að ég myndi sleppa við flensuna sem hefur verið að ganga, var bara með smá kvef, ekkert sem stoppar mann við dagleg ströf eða þá að ganga upp á Esjuna og stunda aðra rækt eins og ekkert sé.
Nei svo fór það nú aldeilsi ekki!! Esjan hefur greinilega gert útslagið, enda er hitastigið á gönguleiðinni ansi rokkandi. Nú sit ég heima í með hita, einhverrja öndunarfæraflensu og sjálfsvorkun á hæðsta stigi!!
Frekar erfitt fyrir mannseskju sem hefur farið í ræktina nánast á hverju degi seinustu tvo mánuði að hanga heima í sófanum!

...dæst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home