Það er ekki hægt að anda hægra meginn
Mín íþrótt er sund og hef ég synt í mörg ár en var það ekki fyrr en í gær sem það hvarlaði að mér að prófa að anda hægrameginn í skriðsundi.komst ég að því eftir nokkrar tilraunir að ég get bara alls ekki synt skriðsund og andað hægra meginn!!! ákvað ég að hætta í mínum tilraunum þegar ég sá að sundlaugavörðurinn var farinn að gera sig tilbúinn til að stökkva útí og bjarga mér frá drukknun!!
Fáranlegt hvað maður getur orðið þræll vinstri/hægri reglna!
t.d. átti ég hest sem þoldi ekki þegar ég fór á bak á hann vinstrameginn, sumir VERÐA líka alltaf að sofa hægra meginn í rúmminu, enn aðrir VERÐA að hafa úrið vinstrameginn
Allar þessar sérþarfi er ekki hægt að rekja til starfshæfni heilahvelanna á viðlíka hátt og að vera rétt eða örfhenntur, heldur er þetta kjánalegur ávani og sjálfsblekking um að heimurinn virki ekki öðruvísi!!!
Annars í tengslum við þessar pælingar hjá mér langar mér að benda á ansi áhugaverðan sjúkdóm sem ég las um í sálfræðinni og kallast neglect syndrome
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home