miðvikudagur, febrúar 2

HÍ-kennarar í verkfall!?!

Segja má að ég hafi lennt í nokkuð spes aðstæðum í Háskólabíó í dag eftir tíma .

Tíminn sem ég var í var löngu búin en sat ég þar ennþá og var að vesenast í tölvunni minni þegar húsverðirnir koma inn. Voru þeir frekar tennsaðir og fóru að spyrja mig spjörunum úr á meðan þeir voru að ganga frá, missti þá annar þeirra út úr sér að kennaranir við HÍ væri á leið í verkfall!!!!

"hey þú mátt ekki vera að blaðra þessu" grípur hinn inní og byrja þeir að þrasa sitt hvoru megin við mig og einhvern vegin var ég kominn milli steins og sleggju,
"hvernig kemst ég eiginlega út" hugsaði ég, en sem betur fer ruku þeir stuttu síðar út og ég var aftur ein eftir.

Annar þeirra vildi endilega að ég myndi spyrja frambjóðendur til stúdentaráðs um væntanlegt verkfall!!

hihihi freistandi að skjóta þessu á þau þegar þau koma inn í tíma með kostningaáróðurinn!!!
þá kannski minnkar í þeim hrokinn : )

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home