mánudagur, janúar 5

5 mínútur verða að 600 mínútum!!!

Það er til lítils að plana hlutina of mikið!! Ætlaði út í 5 mín og kíkja á prófsýningu, það var um kl 13.00 í dag. Núna er kl. 23.00 og er þá loksins komin heim. Nei ég var ekki að skoða prófið í 10 tíma heldur fór ég þvers og kruss um alla borg og endaði í húsmóðurstörfum í Grafavoginum.

Þessi litla saga sannar bara það enn og aftur að það er alveg tilgangslaust að setja sér einhver áramótaheit, þar sem að ég hafði ákveðið að skipuleggja mig betur og nýja árinu!!!

Hins vegar náði ég að halda seinasta áramótaheiti nokkurn vegin alveg út árið. Það finnst mér stórmerkilegt!!! En það var líka svo sniðugt áramótaheit þ.e. að blikka alla sæta stráka ;)

(kannski ætti ég að halda því áfram *humm*?)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home