laugardagur, maí 28

Sveitin og börnin eru yndisleg en...

nú er ég búin að vera í viku í tvöföldu móðurhlutverki.

Annars vegar er ég að passa tvö börn fyrir bróðir minn meðan hann er á Ítalíu, Þau Guðlaug Rós 4 ára og Eymund Óla 2 ára. þau eru bæði yndisleg, en klára algjörlega mína orku.

Hins vegar þá hef ég líka þurft að sinna hlutverki móður minnar þar sem að hún braut á sér öklann. Hún er ofur dugleg kona og þarf helst að vera í öllu og gera allt, hún er líka með örfárar kindur og hef ég þurft að taka við sauðburðinum, m.a. bólusett nýfæddu lömbin. þá kom það sér nokkuð vel að hafa séð alla ER þættina, fannst svolítið kúl að slá loftbólurnar úr strautunni áður en ég sprautaði lömbin, en mér fannst samt frekar erfitt að meiða sætu og saklaus lömbin. svo gerðist ég mikil hetja (að mér fannst) að marka lömbin. skelfilegt að þurfa klippa hálft eyrað af þessum greyjum að vera allur útataður í blóði.

ég kvarta samt ekkert, eiginlega bara gaman að komast aðeins í snertingu við sveitarrómantíkina, rölta í kvöldblíðunni þegar ég er búin að svæfa börin og athuga hvort sé ekki lagi með allt og alla.

þó ég ferð fegin að komast aftur suður þar sem ég þarf bara að hugsa um sjálfan mig og geri hlutina þegar ég vil gera þá, þá mun ég held ég sakna þess að vera "mamma".

merkilegt hvernig maður getu lífað ólíkum lífum, erilsama húsmóðirinn og bóndi, tveggja barna móðir og sídjammandi háskólaneminn.

held samt að ég kjósi að vera sídjammandi háskólanema svolítið lengur!!!

fimmtudagur, maí 12

Aumingja ég!

oh, ég vildi að ég hefði ennþá þá orku sem ég hafði þegar ég var að læra fyrir fyrsta prófið mitt, núna hugsa ég bara um hvað ég verð fegin þegar ég verð búin að ég neinni bara alls ekki að læra meir!!

mánudagur, maí 9

18 ára á ný!

Fékk allt í einu þá flugu í hausin í miðjum prófalestri að athuga hvort ég væri ekki örugglega ennþá með gat í nefinu. júbb það er ennþá þarna eftir 8 ár.

Er reyndar með allt of stórann lokk núna, en hann verður að vera meðan ég er að stækka gatið. En ég get ekki ráðið við það en mér finnst ég alltaf rosa gella með lokk í nefinu og nú líður mér eins og ég sé 18 ára aftur.

sunnudagur, maí 8

In arms of a Woman


Amos Lee

yndislegt lag, þarna er hægt að finna líka fullt af flottum lögum/myndböndum.

fimmtudagur, maí 5

Samviskubit/ánægja

Mér hefur tekist að snúa heldur betur upp á sjálfa mig!

Þar sem að öll fötin mín voru orðin allt of stór á mig, truflaðist ég bara þegar ég fékk loksins eitthvað almennilegt útborgað og keypti mér heilan fataskáp af fötum og púff peningarnir næstum búnir!!

Nú er ég með nagandi samviskubit að vera búin að eyða svona geðveikislega : ( en alveg ótrúlega ánægð að vera búin að eignast fullt fullt af nýjum fötum í nýrri stærð : )

Núna er ég bara ein stór flækja : S

þriðjudagur, maí 3

skvass er alveg ótrúlega skemmtilegt íþrótt, tekur samt smá tíma að ná tökum á því. en það þýðir bara að maður verður að mæta oftar :) get samt ekki farið strax aftur því ég er alveg búin að misnota hægri hendina, get varla haldið á vatnsglasi :S

mánudagur, maí 2

Íþróttadagurinn mikli!

Í prófum ég aldrei eins hugmyndarík um hvað ég get verið að gera annað enn að læra...

Skyndilega í dag greip mig sterk löngun að fara í Skvass, svo ég hringdi í einum snatri og panntaði tíma, þar sem hvatvísinn réð yfir mér ákvað ég að taka tvöfaldann tíma. Ég kann reyndar ekkert í skvass og hef aldrei spilað hann áður, en iss þetta er varla svo flókið, maður lemur bara boltann í vegginn!?!
Um leið og við Sandra vorum búin að pannta tímann fegnum við sms um að kórinn ætlar að hittast í dag og fara í bandí...við gátum nú ekki hafnað því, þannig við förum í bandí líka, það er örugglega bara hin fínasta upphitun J