mánudagur, febrúar 28

Insomnia


Geisp Posted by Hello
það eru 27 tímar síðan ég vaknaði seinast og þá bara búin í sofa í 4 tíma.
samt get ég ekki sofnað!!!

föstudagur, febrúar 25

Vísó í boði Baugs


.
Í dag mun Baugur Group bjóða mér í mína fyrstu vísindaferð!!
spennó spennó!!

fimmtudagur, febrúar 24

Marilyn Monroe


Marilyn er bara æði!!

The Beatles

Eftir að ég byrjaði í kórnum hef ég ekki þorað að viðurkenna að ég hef ekki sérstaklega hlustað á Bítlana.

En nú skal verða breyting á!
Ég er búin að ná mér í all góðann skammt af tónlistinni þeirra og setja á MP3!

Helsta ástæðan fyrir því að ég hef ekki hlusta á það að ráði, er líklegast vegna þess að ég er ekkert alin upp með þá í eyrunum eins og kannski margir aðrir. Foreldrar mínir eru frekar gamlir eða fæddir í upphaf 5. áratugsins og því hafa bítlanir ekki ratað undir nálina.

miðvikudagur, febrúar 23

Chordata, Vertebrata, Mammalia, Primata, Hominoidea, Homo, Sapiens, Sapiens, Erna María




Animalia

Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)

Undirfylking (Subphylum)
Hryggdýr (Vertebrata)

Flokkur (Classis, e. Class)
Spendýr (Mammalia)

Ættbálkur (Ordo, e. Order)
Prímatar (Primata)

Ætt (Familia, e. Family)
Mannætt (Hominidae)

Ættkvísl (Genus)
Homo

Tegund (Species)
sapiens

Deilitegund (Subspecies)
sapiens

(Superspecies)
erna maría

Posted by Hello

Þegjuðu Erna!!!


Posted by Hello
Oh, ég er orðin leiðinleg.!!
Núna að undanförnu hefur mitt innra eðli brotist út! Ég skipti mér að öllu og er alltaf að stjórna. Ég virðist oft gleyma því að ég þarf ekki að hugsa fyrir fólk, það redda sér alveg.
(það væri nú samt áhugavert að vita hversu lengi/langt þau hefðu labbað í vitlausa átt á stúdentakjallarann í gær!)

Hér með ætla ég að skora sjálfan mig í að þegja og hugsa um mitt eigið nef!!

Óskið mér góðs gengis!!

Smá minningargrein

Stuttu eftir að ég vaknaði í morgun tilkynnti frænka mín mér að Skjóna, hesturinn minn hafi fundist látin ásamt öðrum hesti. Hún hefur fengið einhverjar eitrun, ekki er alveg vitað hvernig eða úr hverju.

Ég hef verið c.a. 12 ára þegar ég fékk Skjónu, þá var hún aðeins hálf-taminn og ég sjálf var rétt að skríða inn á unglingsárin.
Segja má við Skjóna hafi gengið í gegnum gelgjuna saman, við vorum báðar jafn frekar, og jafn framt mjög viljugar. Ég veit ekki hversu oft ég leitaði til hennar þegar lífið var ekki alveg nógu auðvelt eða sanngjarnt!
Ótrúlegt hvað hestur (dýr) getur haft mikil áhrif á mann! Það verður alveg glatað að geta ekki farið lengur í reiðtúr á henni þegar ég kem norður! En ég á margar góðar minnar um hana sem ég get stutt við.

þriðjudagur, febrúar 22

MSN traffic

ég gær bauð ég nokkrum kórstelpum á kynningu datt okkur þá í hug að við í kórnum ættum skiptast á msn netföngum!

og viti menn.. það hafa aldrei verið eins margir inni á msn hjá mér og nú!!!
kannski ég ætti að setja kórdálkinn minn á msn í undirdálka t.d. raddir!!

sniðugt!!! :)

Erna á kínvesku

Svona á ég víst að skrifa nafnið mitt á kínvesku!!

Athyglisvert!!

Posted by Hello http://www.goodorient.com/goodorient/help.php?section=ch_name

mánudagur, febrúar 21

"Hey Big Spender"


Posted by Hello

Fór í kringluna í morgun í buxnaleiðangur!
endaði með að kaupa 2. nælur, 1 peysu, 1 top, 2 hárkamba, 1 eyrnalokka og engar buxur!!
merkilegt hvað það er erfitt að finna almennilegar buxur, þá sérstaklega gallabuxur (þ.e.a.s. einhvejar sem kosta minna 10.000)

Úff ég held að ég hafi ekki efni á að fara í fleiri buxnaleiðangra, þannig að ég verð bara að lifa í buxnaskorti á næstunni.

þetta er nú bara eins og strákaelkan í HÍ-kórnum, hvert skipti sem við höldum inntökupróf (og óskum sérstaklega eftir strákum) bætast við fullt af stelpum!!

fimmtudagur, febrúar 17

nú kann ég að setja inn myndir : )

Frá því ég var um 12 ára hef ég dýrkað Marilyn Monroe og hvað er þá meira við hæfi en að láta fyrstu myndina sem ég set inn á bloggið mitt, af henni!


Marilyn Posted by Hello

Erna Maria, your Bridget Jones moment is Putting Your Foot in Your Mouth

Your mouth is moving but your brain is begging you to put a sock in it. Sound familiar? When the guy you admire approaches, does it seem like you always fumble for something witty to say, and succeed in blurting out a dorky or offensive remark instead? This is your specialty.The good news is, your heart-felt apologies, desperate back-peddling, and prolonged blushing reveal your inherent charm. Your heart is certainly in the right place, and your earnest nature makes you completely lovable. Until next time, at least.

http://web.tickle.com/

miðvikudagur, febrúar 16

Congratulations, Erna Maria! Your IQ score is 127

This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others. Your Intellectual Type is Word Warrior. This means you have exceptional verbal skills. You can easily make sense of complex issues and take an unusually creative approach to solving problems. Your strengths also make you a visionary. Even without trying you're able to come up with lots of new and creative ideas. And that's just a small part of what we know about you from your test results.

http://web.tickle.com/


Alltaf nennir maður frekar að dunda sér við sjálfspróf á netinu en að læra!!

mánudagur, febrúar 14

bla bla bla ZZZzzzz,,,

rosalega geta kennarar verið misjafnir

sumir geta líka alls ekki haldið einbeitingu minni, þó svo að sá sem rætt er um sé að tala um mjög áhugavert efni þá missi ég athyglina eftir 2 mínutur fer aðalega spá í hárgreiðslunni, hversu oft hann liftir augabrúnunum, hvernig munstur er á skyrtunni hans, sem sagt eitthvað allt annað en það sem hann er að tala um!!!

mánudagur, febrúar 7

Flash!!

Rosalega er tími í Mannfræðinkenninum vinsæll

á 2 klukkutímum erum við búin að fá 3 heimsóknir
- Röskvu í kosningar áróðri (sem vildi koma í annað skipti, við vildum ekkert heyra í þeim aftur
svo við afþökkuðum kurteisislega þá heimsókn)
- Sálfræðinemi með könnun um átröskun
- Ljósmyndari! (allt í einu fór flashi að gossa yfir kennarann og okkur nemendurnar, kennarinn
varð nú hálf kjánalegur og spurði okkur hvort við tækjum líka eftir manni sem væri að taka
myndir af okkur!!
Þá er sá hin sami að taka myndir fyrir einhvern bækling!

Merkilegt að fólk megi taka myndir af þeim sem þeim dettur í hug án þess að spyrja kong né prest!!

Ég er með sætan kennara!! : )

og ekki er það nú algegnur viðburður!!!

fimmtudagur, febrúar 3

miðlungs nörd...

er þetta gott eða slæmt?!?


I am nerdier than 79% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

miðvikudagur, febrúar 2

Tenderfoot

heyrði í flottri íslenskri hljómsveitri um daginn

endilega náið ykkur í lag með þeim hérna

HÍ-kennarar í verkfall!?!

Segja má að ég hafi lennt í nokkuð spes aðstæðum í Háskólabíó í dag eftir tíma .

Tíminn sem ég var í var löngu búin en sat ég þar ennþá og var að vesenast í tölvunni minni þegar húsverðirnir koma inn. Voru þeir frekar tennsaðir og fóru að spyrja mig spjörunum úr á meðan þeir voru að ganga frá, missti þá annar þeirra út úr sér að kennaranir við HÍ væri á leið í verkfall!!!!

"hey þú mátt ekki vera að blaðra þessu" grípur hinn inní og byrja þeir að þrasa sitt hvoru megin við mig og einhvern vegin var ég kominn milli steins og sleggju,
"hvernig kemst ég eiginlega út" hugsaði ég, en sem betur fer ruku þeir stuttu síðar út og ég var aftur ein eftir.

Annar þeirra vildi endilega að ég myndi spyrja frambjóðendur til stúdentaráðs um væntanlegt verkfall!!

hihihi freistandi að skjóta þessu á þau þegar þau koma inn í tíma með kostningaáróðurinn!!!
þá kannski minnkar í þeim hrokinn : )

Það er ekki hægt að anda hægra meginn

Mín íþrótt er sund og hef ég synt í mörg ár en var það ekki fyrr en í gær sem það hvarlaði að mér að prófa að anda hægrameginn í skriðsundi.
komst ég að því eftir nokkrar tilraunir að ég get bara alls ekki synt skriðsund og andað hægra meginn!!! ákvað ég að hætta í mínum tilraunum þegar ég sá að sundlaugavörðurinn var farinn að gera sig tilbúinn til að stökkva útí og bjarga mér frá drukknun!!

Fáranlegt hvað maður getur orðið þræll vinstri/hægri reglna!

t.d. átti ég hest sem þoldi ekki þegar ég fór á bak á hann vinstrameginn, sumir VERÐA líka alltaf að sofa hægra meginn í rúmminu, enn aðrir VERÐA að hafa úrið vinstrameginn

Allar þessar sérþarfi er ekki hægt að rekja til starfshæfni heilahvelanna á viðlíka hátt og að vera rétt eða örfhenntur, heldur er þetta kjánalegur ávani og sjálfsblekking um að heimurinn virki ekki öðruvísi!!!

Annars í tengslum við þessar pælingar hjá mér langar mér að benda á ansi áhugaverðan sjúkdóm sem ég las um í sálfræðinni og kallast neglect syndrome

þriðjudagur, febrúar 1

Á sunnudaginn ákvað ég að rækta fóðurlandsást mína og skellti mér á leik með Tindastól!!!

við töpuðum reyndar en skemmti ég mér bara nokkuð vel og kom það mér ótrúlega mikið á óvart hvað ég mundi mikið af reglunum síðan ég var að æfa fyrir 8 árum!!

Fór ég samt að pæla í því hvað það er merkilegt að vinna við að leika íþróttir!!
en svo komst ég í raun að því að íþróttir hafa í raun sama hlutverk og Tónlist og leiklist!!!

það er þá hægt að líkja saman að Tindastóll er að ráða til sín "hæfari" menn frá USA (og fleiri löndum) og að Baltasar Kormákur ráði Juliu Stille til að leika í kvikmynd hjá sér!!!