föstudagur, júlí 29

Stælt stelpa!


Þá er ég búin að fá nóg af ólifnaðanum og er búin að skrá mig í námskeið í Baðhúsinu "Stæltar stelpur" byrja 8. ágúst kl 7.30!

Verð samt eiginlega að finna einhverja til að koma með mér, svo það sé einhver sem myndi skamma mig ef ég myndi ekki mæta!

fimmtudagur, júlí 28

búhú!!!


Ég er ótrúlega bitur þessa daganna yfir því að vera föst í Reykjavík á næturvöktum ALLA veslunarmannahelgina!!
mér líður eins og litlum krakka og langar helst að henda mér í gólfið og grenja!! "mér langar til eyja!!!!!!"
þessi helgi hefur alltaf verið DJAMMHELGIN! þar sem ég á yfirleitt afmæli þá (2. ágúst). en nú mun ég sitja ALEIN í nóttinni og horfa með tárin í augunum út um gluggann!!

sjálfsvorkun er einn af leiðinlegustu fyrirbærum sem til eru, en þessa helgi ætla ég að velta mér upp úr henni!!

þriðjudagur, júlí 26

sól sól skín á mig!


ótrúlega gaman að fylgjast með hvað íslendingar eru útiteknir, er þetta alveg sérstaklega áberandi þegar maður horfir á fréttirnar, allir brúnir, sólbrenndir og fínir!

Íslendingar eru svo skemmtilegir! það er held ég jafn mikið tabú að hlaupa ekki út í sólbað þegar hitastigið kemst yfir 10° og t.d. að horfa ekki á Evróvisíon.

þriðjudagur, júlí 19

Hverjar eru líkurnar!!!


Ég var í afmælispartíi um helgina sem væri ekki frásögufærandi nema bara hvað að mér tókst að eyðileggja kórmyndavélina!

Hvernig er hægt að dýfa myndavél ofan í rauðvínsglas ómeðvitað!?!?!?
Líkurnar eru alla vega alveg rosalega litlar

Staðreyndir:
Rauðvínsglas er ekki með mjög stórt op og þunnar brúnir!
Myndavél er frekar þung og stór meðað við op á vínglasi!
Myndavél hangandi í ól um úllið á ölvaðir manneskju er að öllum líkindum á miklu iði!

Aðstæður:
Ég með myndavél í ól um úllið
Einhver skilur eftir rauðvínsglas á eldhúsborði í partíi

Niðurstöður:
Mér tekst að láta myndavélina ómeðvitað síga ofan í hálffullt rauðvínsglas

Viðbrögð:
"Erna myndavélin!" "Erna rauðvínsglasið!"..."ha? á ég að taka mynd af rauðvínsglasinu!?!?!"

Umræða:
HVERNIG ER ÞETTA HÆGT!?!?!?!



En sem betur fer björguðust myndirnar!

oh nenni ekki

Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri í þessum heimi er að fara að sofa!

Ég geri næstum hvað sem er til að fara ekki að sofa. þegar dagskráinn er búin í sjónvarpinu og allir á msn farin að sofa, get ég samt ekki farið að sofa. þá fer ég yfirleitt að taka til, set í þvottavél og stundum gengur það svo langt að ég bíð eftir þvottavélinni. Eftir að þessu er öllu lokið fer ég loksins að tannbursta mig og þvo mér í framan. sama hversu þreytt ég er, kem ég mér bara aldrei í rúmið!

Merkilegt! Ég tel mig vera nokkuð duglega manneskju, en á að til að gera allt sem ég get svo ég þurfi ekki að gera leiðinlega hluti, ég lendi einmitt í svipaðari krísu við að skúra!!

mánudagur, júlí 18

Pæling!

Rosalega held ég lífið gæti verið miklu meira spennandi ef draumar hefðu einhverja marktæka merkingu!!

En það yrði ef til vill allt of flókið.
Maður þyrfti þá ef til vill að eyða að meðaltali 2 tíma á dag bara í að ráða úr draumunum, svo færi fólk að hamast við að hegða sér í samræmi við spánna/merkingu draumsins.
Ætli það gætu þá ekki myndast störf við að dreyma/sofa, og svo annars vegar við að ráða drauma. Líklegast gætu komið inn ný fræðigrein, Draumfræðingar! Fólk gæti svo hringt í sinn persónulega draumfræðinga.
Ég væri nú alveg til í að stunda það nám!
- Erna María Jensdóttir, Dr. í draumfræðum.

fimmtudagur, júlí 14

Fyndið?

Ég skil ekki alveg hvað er í gangi með dyrabjölluna mína!

ég hverjum degi er búið að færa nafnamiðan af dyrabjöllunni minni yfir á dyrabjölluna hjá nágrananum!!

hmmm...er það fyndið eða furðulega??

miðvikudagur, júlí 13

Shame on us!!


Snoopy dog

las áhugaverða grein á netinu um þessa hallæris gaura sem eru koma til landsins og halda tónleika.

skelfilegt að svona dúddar skuli hafa þau völd sem þeir hafa og við hin, hlaupum í búðir og kaupum tónlistina þeirra og hyllum þá þegar þeir koma til landsins!

af hverju kemst ekki svona fréttirnar? og hvar er "æsifréttablaðið" DV???

þriðjudagur, júlí 12

tölvuleikir=verkfæri djöfulsins



Ég hef komist að því að ég er tölvuleikja fíkill á háu stigi!!

Ég var að fá mér nýjan leik “Age of Empires”. Fannst alveg príðis hugmynd að hafa eitthvað til að dunda mér við á næturvöktum.

Nú virðist vera eins og leikurinn eigi mig. Ég sit marga klukkutíma án þess að hreyfa mig, mér er íllt í bakinu en samt held ég áfram, mér er kalt ég geri ekkert í því, ég gleymi alveg að borða, það er hins vegar í lagi, ef ég gleymi að setja á mig gleraugun, gef ég mér ekki tíma til að sækja þau í töskuna mína c.a. 1 metra frá mér.

Það tekur mig samt ekki langann tíma að láta mér líða aðeins betur, gæti t.d. skipt um stól farið í sokka, sótt gleraugun og fengið mér jógúrt. En einhvern veginn gef ég mér ekki þær 5 mínútur fyrr en ég er búin að vinna borðið sem ég er að spila.

Núna er ég búin að vera meira og minna vakandi í 3 sólarhringa, fókusinn í augunum mínum er nokkurn veginn horfin, mig verkar í allan líkamann, klukkan er orðin hálf fjögur af nóttu, það er kveikt á stillimyndinni á sjónvarpinu, það er skelfileg tónlist í því,
Mér er kalt og ég er svöng, ég gæti talið endalaust upp....

En þar sem ég náði loks að sigra borðið sem ég var í get ég loksins slökkt á tölvunni, sjónvarpinu, tannburtstað mig og farið að sofa!!

laugardagur, júlí 9

5 helgar í júlí!!!

það er alveg að fara með skipulagið hjá mér að það séu 5 helgar í júlí. ég virðist einhvern veginn ekki get náð þessu, rugla öllu plani hjá mér fram og til baka!!

en þó er bót í máli, þar sem ég ruglaðist þannig að ég held að það yrði út um alla möguleika til að djamma næstu helgi, svo virðist svo ekki endilega vera víí

fimmtudagur, júlí 7

komin á mölina

Kom heim að norðan í gær, var búin að vera í 6 daga. Hefði samt alveg viljað vera lengur að vesenast í sveitinni! Það var alveg ótrúlega notalegt að komast aðeins í náttúruna og hitta allt fólkið mitt. Um helgina var ættarmót í mömmuætt, s.s. Gilsaramót. Var alveg ágæt mæting eða um 125. á mánudaginn fór ég á tónleika í Hóladómkirkju með KK og Ellen systir hans. Voru þetta alveg æðislegir tónleikar og komust færri að enn vildu, en þó voru nokkrir sem létu sig hafa það að standa í andyrinu og fyrir utan!

Það er samt alveg ágæt að komast aftur heim í Reykjavík þar sem ég get sofið í mínu eigin rúmi og notað mína eigin þvottavél....