fimmtudagur, október 30

Lilja for ever!

Nú er myndin Lilja for ever orðin að fræðsluefni í skólum. Rosalega hafa allir gott af því að sjá hana!!!!!!!!!!!!
það er sko heldur betur þörf á að vekja fólk til að taka á vændi og mannsali.


Já það eru ótrúlegustu hlutir sem maður gerir þegar maður nennir ekki að læra. t.d. hef ég verið að fylgjast með alþingi á RUV. Ferlega sniðugt að hafa útsendingu af alþingi í sjónvarpinu.
Aðalumræðuefnið hefur verið um "almenn hegningarlög" eða um vændismálið svokallaða. ég er að flest öllu leiti fylgjandi Kolbrúni í þessu máli. En ég skil nú samt ekki alveg þessa aðferðafræði hjá henni. Hún vill jafnrétti. En af hverju eru þá aðeins konur með henni og úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum!!! Hvar er jafnréttið í þessu???

� dag mæli ég með:

- Lilja for ever
- Skonsum
- Sjónvarpsútsendingar frá alþingi
- Refsingu á þeim sem kaupa sér vændi og nýta sér eymd annarra!!!
- Koddanum mínum
- Heimsfriði
- Tónlistinni úr Romeo og Juliet

� dag þoli ég ekki:

- Aðferðafræði Kolbrúnar Halldórsdóttir
- Mannsal og nýtingu eymd annarra
- Peningaleysi í lok hverjar mánaðar
- Matvörur sem eru löngu komnar yfir seinasta neysludag

Gúmmíhanskar og Sveittgalli

Eftir miklar tarnir í námi og félagslífi, gaf ég mér tíma til að mæta í vinnuna.
Var að gera markaðskönnun um tóbaksneyslu, komst að ýmsu sniðugu um hið ólíklegasta fólk, kannski ég gefi skít í þagnareyðinn og selji Séð og heyrt nokkrar vænar staðreyndir ;)


Það eru margskonar aukaverkanir sem fylgja miklu námi, sumar góðar og aðrar slæmar. Þær góðu eru neglurnar fá að vaxa, en þær slæmu eru að virkni í heimilisþrifum eru í algjöru lágmarki.

En "vandamálin eru til þess að leysa þau" eins og Stella vinkona mín sagði áður en hún hélt af stað í orlofið´82. Þannig að þegar ég kom heim úr vinnunni
(kl. 22.00) skellti ég mér í "sveittgallann" og smellti mér í gúmmihanskana. því nú verður sko þrifið!
svo liðu klukkutímarnir ..sprey!....púss!.....busl!....skrúbb!... á meðan ég þreif íbúðina var Marilyn Monroe svo elskulegt að syngja fyrir mig um demanta, karlmenn og ástina, og auðvitað söng ég með, hef örugglega haldið vöku fyrir einhverjum vesalings vesturbæingnum.
jæja nú er ég loksins búin að hafa það af að þrífa og allt orðið skínandi hreint enda fékk ég dygga aðstoð frá hinum neongula Mr. Propre og get því farið sæl og glöð að sofa aðra nóttina í röð :)

� dag elska ég:
- kröftug þvottaefni
- gúmmíhanska
- gamla íþróttagalla (sveittgalla)
- Marilyn Monroe
- Kaffi
- Heita potta
- snjóinn
- 70 mín á popptíví
- Hreint heimili

� dag þoli ég ekki
- ókurteist fólk
- fólk sem kvartar yfir snjónum
- gamlar langlokur
- skattlagningu á öryrkja og ellilífeyrisþega

miðvikudagur, október 29

ja dagurinn er búinn!

Jæja þá er ég búin að koma fyrir commentum ef það vildi svo stórfurðulega til að einhver rambi inn á síðuna mína þá endilega tjáið ykkur, ég myndi gjarnan vilja vita hver það væri!!! það vita nú voðalega fáir af því að ég er orðin bloggari.

Hehe orðin "bloggari" mætti halda að það sé eins og að "koma út úr skápnum".

Allavega er að koma mynd á síðuna mína og ég get sofna sæl og ánægð yfir því að fiktið mitt hafi borði einhvern jákvæðan árangur af sér :)

Langur dagur....

púff loksins búin í þessari próftörn :)
ég var mikið búin að pæla í hvað ég ætti að gera af mér eftir prófið í morgun. ég ætlaði allvega að gera eitthvað sem krafðist lítillar hugsunar og væri auðleyst.

Mér fannst stórhreingerning heima hjá mér vera prýðis góð hugmynd og hafði aldrei fyrr hlakkað til að þrífa.
þarna var ég komi í ljóta íþróttagallann og í þann vegin að fara troða mér í gúmmihanskann þegar síminn hringir, þá er það elsti bróðir minn. hann sagði mér raunar sögu sína, um að "litli sæti" villingurinn hans (6 ára) væri víst sárlasin og vildi hann endilega leyfa mér að koma og hjúkra greyinu, auðvitað jánkaði ég því, en horfði með löngunnar augum á skúringarhanskana.
þar fóru rólegheitinn og hugarhreinsunin fyrir lítið.
ég var varla komin innum útidyrnar í Grafavoginum þegar villingurinn mætir "sárþjáður" á náttfötunum “ég er veikur� sagði hann og brosti út af eyrum með fullan munn af sælgæti týpískt pabbi að passa. ekki er svona gaman þegar ég er veik. ekki leið á löngu fyrr enn að ég heyri í Birgittu Haukdal syngja af öllum krafti inn úr einu herberginu þannig að húsið nötraði sem og svefnlausi hausinn minn. hvað er ég búin að hafa mig út í. einhvern vegin náði ég að semja við hann um að lækka, í staðin þurfti ég að leyfa honum að elda. jæja best að setja upp svuntuna og góða skapið og syngja bara með henni Birgittu.

mánudagur, október 27

Læri læri er að fara í próf í fyrramáli, vá hvað maður lærir alltaf best undir þrýstingi.

Ég hitti merkilega konu um helgina, hún sagði mér að það væri bara til tvær gerðir af fólki:

þeir sem eru sammála
og
þeir sem er ósammála

hum!! ég er ekki sammála henni.

sunnudagur, október 26

Jæja þá er ég búin að koma mér ágætlega fyrir á nýju fínu blogg síðunni minni. meira að segja búin að setja inn nokkra linka. Það verður gaman að sjá hvort að ég verð duglegri að skrifa hér en í tómu dagbækurnar sem ég hef keypt í gegnum tíðna.

Hvernig virkar þetta eiginlega? hum!!!

Noh! ég bara orðin bloggari :)