fimmtudagur, mars 31

"Large talk"


Posted by Hello
Það er fátt sem mér finnst eins leiðinlegt og "small talk" sem bendir þá líklega til þess að ég sé gefin fyrir innhaldsríkt og hreinskilið samtal.Var einmitt í kaffipásu á Hlöðuni áðan með fólki sem ég er nýbúin að kynnast. Hlesta umræðu efni þar var kynlíf, klám, unglingar og kynímyndir. Ansi hressar samræður við mjög svo opið fólk!!

miðvikudagur, mars 30

ég held að það sé ekkert meira pirrandi í heiminum en hlutir sem virka ekki þegar þeir eiga/þurfa að virka!!!!

mánudagur, mars 28

Gúrkutíð!?!

mbl.is - Innlent

Óvenjuleg hlýindi um páskana
Fámennt í miðbænum í nótt
Hiti á bilinu 5 til 13 stig
Fótbrotnaði á motokross-æfingu
Sjö ára drengur varð fyrir bíl á Akureyri; slapp með skrámur
Vildum sýna Fischer hlýhug
Veiðimenn að hrekjast frá Íslandi?
Lottópotturinn gekk ekki út
Maður slasaðist alvarlega við Gufuskála
Vara við að börn séu að leik við Vesturvör

föstudagur, mars 25

komin í sveitina

Það er alveg ótrúlega notalegt að vera komin norður. Æðislegt að hitta alla, verst þó að mamma og pabbi eru enn á Spáni, en þá er ég bara þeim mun duglegri að fara í heimsóknir.

Mér líður samt eins og ég sé rosalega fræg. Næstum því hver einasta manneskja sem ég hitti, heilsar mér eða brosir tíl mín!! Mér finnst það reyndar bara frábært, alla vega í smá tíma!!

Time out!!!

Eftir sveitt sveitaball hef ég ákveðið að leggja flöskuna til hliðar um óákveðin tíma (alla vega fram að vorferð!!)

Amen!

þriðjudagur, mars 22

"call me"

hahahaha....

þetta er bara snilld!!!

light my fire


Posted by Hello
Núna er ég ekki með nein hár á hægri handleggnum mínum!
Það var svo gott veður í gærkvöldi að ég ákveð að grilla ýsu. Grillið var eitthvað bilað og ég var eitthvað annars hugsi þegar ég kveikti í og *blossi*.

ég lifði þetta af, og Ýsan var bara mjög góð, enda var nóg af hvítlauk : )

mánudagur, mars 21

Marilyn Monroe


Posted by Hello
það er til alveg ótrúlegt magn á netinu af myndum af uppáhaldinu mínu Marilyn Monroe.
þetta er til dæmis mjög flott síða

sunnudagur, mars 20

komið nóg af því góða

oh, það er leiðinlegt að vera þunn, en það er ennþá leiðinlegra að vera ein þunn. Sem betur fer kom Sigrún og bjargaði mér úr eymdinni. Þannig að við gátum vorkennt hvor annarri og slúðrað saman.

Annars er ég er orðin hundleið á því að vera þunn. Er að spá í að fara í drykkju bindindi eftir páska. Kannski sniðugt að stefna á að láta það enda fram að vorferð (HÍ-kórsins).

föstudagur, mars 18

Haaló

nú hefur annar kennari tekið við í líffræðilegri mannfræði, og á að fræða okkur eitthvað um fornleifafræði!

Hann virðist samt eitthvað vera að misskilja þetta, hann heldur að hann sé að stýra saumaklúbb!

þegar fólk er farið að velta fyrir sér hvort það hafi fundist beinagrid af Homo sapiens í loðfíl þá er kannski í lagi að segja stopp!!

fimmtudagur, mars 17

Pirr pirr

Óþolandi þegar manni dreymir að maður sé að rífast við einhvern og vaknar í vondu skapi! eins gott að sumir voru ekki heima í morgun, segi nú ekki annað!!

Annars er ég alveg að springa á limminu þessa daganna, ansi margir hlutir sem fara í taugarnar á mér!!!

En það líður eflaust yfir, fæ nú alltaf reglulegt leið á allt og öllum, held að Sveina sé eina manneskjan sem ég hef ekki fengið leið á, merkilegt sem það er!!!

Kannski ég hringi bara í hana og hlusti á hana Marilyn mína þá fer ég alltaf í gott skap :)

þriðjudagur, mars 15

var að þvælast á netinu og rakst á þennan ljósmyndara. Rosalega flottar myndir hjá honum! manni finnst bara miðbær Reykjavíkur nokkuð cool :)

http://icelandimagebank.free.fr/

mánudagur, mars 14

Mannfræðinörd


Kaffi Kúltur Posted by Hello

Nú er það bara mannfræðin sem tekur við, og hvað er meira viðeigandi fyrir leshóp í mannfræði en að fara á kaffi kúltur til að hittast!!!!

Profile fyrir draumaprinsinn

Þar sem ég hef ekkert í heiminum skárra að gera á næturvöktum annað en að gera ekki neitt, þá ákvað ég að gera profile fyrir draumaprinsinn.

Ansi merkileg hlutföll á milli flokka

(Bara ef persónueinkenni væri eins augljós og útlitseinkenni!)

Herra fullkominn:

Persónueinkenni (40 atriði)
1. metnaðargjarn
2. framsækinn
3. félagslyndur
4. jákvæður
5. geðgóður
6. raunsær
7. kappsamur
8. duglegur
9. barngóður
10. frumkvæðin
11. sjálfbjarga
12. tillitsamur
13. hjálpsamur
14. snyrtilegur
15. lífsglaður
16. ævintýragjarn
17. söngelskur
18. gáfaður
19. finnst flestir allir hlutir merkilegir á sinn hátt
20. traustur
21. lífsreyndur
22. hliðhollur
23. rómantískur
24. bólfimur
25. húmor
26. sveigjanlegur
27. orðheppinn
28. hugsuður
29. víðsýnn
30. fórnfús
31. hljóðfærafær
32. opinn
33. kurteis
34. handlaginn
35. hreinskilinn
36. brosmildur
37. hagsýnn
38. úrræðagóður
39. nautnaseggur
40. hvatvís



Þekking/áhugamál (15 atriði)
1. Hestar
2. Charles Darwin
3. Sigmund Freud
4. Jazz, klassík
5. Pólitík
6. Kettir, hundar
7. Orðsifjafræði
8. B. F. Skinner
9. Börn
10. Marilyn Monroe
11. söngvamyndir
12. spil, leikir
13. Ella Fritsgerald, Louis Amstrong, Billy Holliday,
Frank Sinatra,
14. tölvur, internet
15. lifandi vísindi

Útlit (10 atriði)
1. hávaxinn
2. Dökkhærður
3. þrekvaxinn/sterklegabyggður
4. grófar hendur
5. ákveðið göngulag
6. uppréttur
7. smekklega klæddur
8. með lubba
9. aðlaðandi augnaráð
10. djúpraddaður

annað (3. atriði)
1. Á LAUSU!!!!!!
2. karlmaður
3. 23 til 30 ára

Ef það vill svo ótrúlega til að þú passir við öll uppgefin atriði eða þekkir einhver sem svo gerir, ENDILEGA láttu mig vita!!!

Aumingja ég!!

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í fari fólks þá er það sjálfsvorkunn!!
En í dag (eða réttara sagt nótt) vorkenna ég sjálfri mér óbærilega mikið!!

1. lagi
tók að mér að vinna sunndagskvöldvakt (þar sem að “enginn” annar “gat” það) og þar með missti ég af því að fara frítt í leikhús!!
2. lagi
veiktist sú sem átti að taka næturvaktina og þar sem að “enginn” annar “gat” tekið hana, sagði ég “ok þá”. Nú verð ég sem sagt að vinna í 17 tíma eða frá 15.30 til 09.00!
3. lagi
ég er komin í vítahring lærikæruleysis! Ég læt einhvern veginn alltaf lærdóminn víkja fyrir öllu öðru!!
4. lagi
enginn er búin að bjóða mér í páskamatinn!! Mamma og pabbi verða á spáni eins og vanalega!! Kannski sér einhver bræðra minna sóma sinn í því að sinna siðferðislegri skyldu sinni í að passa litlu systur
5. lagi
ég get ómögulega skilið af hverju ég má ekki kaupa allt sem mér langar í!!!
6. lagi
það er hundleiðinlegt í sjónvarpinu!!
7. lagi
nettengingin er svo hæg og gömul hérna í vinnunni að hún ætti best heima í Árbæjarsafninu! Tölvan fraus við að fara á msn!!!
8. lagi
en það versta við allt er að ég get ómögulega leyft mér að veltast upp úr sjálfsvorkunn minni, því hún á í raun engan veginn rétt á sér!!! Maður er sinnar eigin gæfusmiður!! Og ég á nú bara að vera þakklát fyrir það sem ég hef!!

Ég óska þess samt að það kæmi einhver á hvítum hesti og ynni fyrir mig í nótt!!!

laugardagur, mars 12

Coca Cola Light


. Posted by Hello
Nýja cokið er nú bara nokkuð gott, og fagna ég því að geta valið á milli pepsi max og coca cola light.
en djö... þoli ég ekki auglýsingarnar, liggur við að ég vilji ekki gera þeim til geðs að kaupa það!!!

miðvikudagur, mars 9

Mömmó


Posted by Hello
hringl hringl.. lítil börn eru algjört æði og þá sértsaklega Stefán litli sem ég var að passa í dag, 5 mánaða gutti sem gerir ekkert allann daginn nema brosa, hjala og leika sér.

þriðjudagur, mars 8

Erna Skonsugerðameistari


Skonsur Posted by Hello

í morgunn gerðist það kraftaverk að ég var vöknuð fyrir allar aldir og fór að baka skonsur handa mér og Söndru í morgunmat, enda hefur lengi verið þekkt sem skonsumeistari :)

það er alveg ótrúlega notalegt að byrja daginn svona í rólegheitum, heldur en í stresskasti og samviskubiti.
já batnadi mönnum er best að lifa!!

mánudagur, mars 7

Kannski er komin tími til að fara að slaka á!

það er gaman að vera til, og það er gaman að djamma, en það er ömurlegt að vera þunn!! ég er ennþá óstyrk í höndunum eftir þynnku gærdagsins!!!

kannski ég fjölgi edrúhelgunum mínum á þessu árum í tvær!!

Closer

Fór í þynnkunni í bíó gær á Closer, stór góð mynd, sem kom skemmtilega á óvart!!


Closer Posted by Hello

Í Closer fáum við að kynnast fjórum manneskjum eða tveim pörum, þessi elskar þennan en sá elskar annan sem svo elskar þá báða, ef svo má segja! Í stuttu máli er þetta mynd um sambönd, ást og svik.

Fjórar stórstjörnur leika í þessari mynd, Natalie Portman, Jude Law, Julia Roberts og Clive Owen. Allir leikararnir standa sig með prýði, og ekki að undra að Owen og Portman séu bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna (og Owen hlaut raunar Golden Globe verðlaunin um daginn fyrir túlkun sína á lækninum knáa, Larry).

Closer er byggð á leikriti Patricks Marbers og hefur hinn kunni leikstjóri Mike Nichols, sem frægastur er líklega fyrir myndina The Graduate, tekið að sér að færa leikverkið á hvíta tjaldið. Afraksturinn er einstaklega vel gerð kvikmynd, áhugaverð, spennandi og oft bráðfyndin. Söguþráðurinn er þéttur og vel skrifaður og yfirleitt sagt minna en meira og áhorfendum leyft að fylla upp í eyðurnar, og oftar en ekki liggja svörin alls ekki í augum uppi og undir hverjum og einum komið hvaða skilning menn leggja í myndina eða einstök atriði. Það er því ekki annað hægt að segja en að Closer sé að vissu leyti krefjandi mynd.

Closer er eins og glugginn að einkalífi persónanna og er afar nærgöngul. Þótt stundum sé erfitt að horfa á hana þá getur maður samt ekki slitið sig frá henni og aldrei er ljóst hvert stefnir hverju sinni. Frábær mynd í alla staði, ágeng og persónuleg en samt eitthvað svo eðlileg og áreynslulaus.

- María Margrét Jóhannsdóttir

sunnudagur, mars 6

Merkilegt hvað innra eðli manns brýst út við óhóflegt magn áfengis!!!