miðvikudagur, ágúst 30

Gilsaramót um helgina

Það er ábyggilegt að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða munaðarlaus!
Afi minn (í móðurætt) hefði orðið hundrað ára 9. september næstkomandi. verður því ættarmótið í ár á annan máta en áður. Afi minn var duglegur maður og ól um 18 börn og 12 þeirra með ömmu minni. systkyni mömmu eru einnig mjög dugleg og eiga flest í kringum 5 börn hver sem eiga hrúgu af börnum líka.

Af þessu tilefni ákvað ég að föndra saman myndasýningu. en í myndasýningunni ætla ég að sýna þá afkomendur sem fæðst hafa seinustu 20 árin. Þvílík hrúga!!! ég er ekki búin að fá myndir frá öllum ennþá, en ég er komin upp í 100 börn!!

það verður spennandi að sjá hversu margir afkomendur afa eru orðnir!

fimmtudagur, ágúst 24

Dolly alltaf jafn hress.


Mikið getur maður fundið skrautlegar myndir af sér á netinu .

miðvikudagur, ágúst 23

ussssssssss.........

Alveg er ég ekki að fíla þessa steypuboranir fyrir utan gluggan hjá mér!!!! Sérstaklega þegar myndirnar eru farnar að detta af veggjunum, sjónvarpið dettur út og ég get ekkert sofið eftir næturvaktina!!!!


En mér tókst samt að klára pússlið mitt, svo lífið getur nú haldið áfram þar sem frá var horfið þegar ég keypti það.

mánudagur, ágúst 21

Ég er ekki frá því að ég sé haldin einhvers konar embættisþráhyggju. Sama hversu staðföst ég virðist ætla að vera við upphaf hvers skólaárs um að einbeita mér að náminu og missa mig ekki í vinnu og félagsstörfum enda ég yfirleitt hvert skólaár í minnst 3 embættum og 2 vinnum. Ekki það að mér finnst þetta eitthvað leiðinlegt, en ég verð nú að fara drífa þetta skrambans nám af.

Oft er sagt að fólk sem sé vant að stjórna öðrum láti sjálft illa af stjórn. Held að það sé margt til í því. Alla vega gengur mér rosalega illa að stjórna sjálfri mér.

laugardagur, ágúst 19

Komin heim

Jæja, þá er maður komin heim eftir mjög sveitta lestarferð til Köben og barnagráturskórflugferð heim. Ég hefði nú alveg vilja vera miklu lengur, hversdagsleikinn er alls ekkert spennandi þessa daganna. En menningarnótt er í kvöld sem gerir Reykjavík heldur meira spennandi en ella. Kvöldið lítur út fyrir að verða mjög svo skemmtilegt. Hefst á mannfræðipartíi og endar svo á Geirfuglaballi í Iðnó.

þriðjudagur, ágúst 15

hvar er eiginlega þessi hitabylgja sem er alltaf verið að tala um?? Nú er ég búin að vera í Danmörku í 4 daga og er búið að rigna upp á hvern einasta dag! Hver þarf regndans þegar hægt er að bjóða Ernu í heimsókn!?!!

Á laugardaginn fór ég með Sveinu og krökkunum í skemmtigarð og urðum við næstum að ganga um með flotholt til að drukkna ekki

Annars er þetta búið að vera hið ágætasta frí, fengið nóg af bjór og dönskum mat. Gaman líka að rifja upp dönskuna mína.

þriðjudagur, ágúst 8

leiðindi leiðindi...

hvað er leiðinlegar en að vera allt of þunn til að nenna einhverju og andavaka ofan í það!
Tinna mín var svo indæl að bjóða í Magarítupartí á laugardagskvöldið sem er skýring þessarar yfirþyrmandi þynku. þvílíkt áfengis og sykurmagn sem sturtað var ofan í mann.

Helgin var annars ágæt, var frekar fúl að vera að vinna þessa helgi en ég fór á Innipúkann mér til sárabóta. Voru þetta fínir tónleikar en alls ekki hægt að miða hann við þjóðhátíð eða góða útileigu. Enda ekkert nema fermingabörn sem voru í Reykjavík um helgina.

föstudagur, ágúst 4

Mikið er ég nú fegin að þetta mál skuli vera upplýst!!

Frídagur verslunarmanna?

Mér finnst frekar fyndið að Adam og Eva á Akureyri auglýsi sérstaklega að þau muni halda vesluninni sinni opinni alla verslunarmanna helgina.

Kannski fyrir þá sem gleyma að taka með sér Latex gallann og svipurnar í útileiguna?

fimmtudagur, ágúst 3

Gaman að eiga afmæli

Hef átt alveg yndislegan dag. mér hefur sjaldann fundist afmælið mitt sérstakur viðburður. fyrir utan þegar ég fékk einhver ákveðin réttindi í kjölfarið. Þar sem afmælið mitt lendir yfirleitt um verslunarmannahelgar og því allir í útileigu og enginn til að mæta í æfmælið mitt þegar ég var barn. svo þegar ég varð eldri var afmælið partur af þjóðhátíðarstemmingunni.

Fyrir algjöra tilviljun var ég búin að skipuleggja chick flick hitting 2. ágúst. Fattaði ég ekki fyrr en ég var eitthvað að skrá niður hjá mér mætinguna að ég ætti afmæli þennan sama dag. svo ég sló bara tvær flugur í einu höggi og fékk fullt af flottum afmælisgjöfum.

Annars varð ég hálf hrærð yfir því hversu margir mundu eftir afmælinu mínu, takk þið öll. svo fékk ég líka sms frá fólki sem ekki ertu með skráð númer þannig ég hef ekki glóru hver eru. og svo er svo áhættusamt að spyrja fólk hver það er, því maður gæti alveg verið að móðga einhvern sem heldur að ég sé alveg pottþétt með símanúmerið þeirra í símanum mínum!
En ég verð samt endilega að komast að því hvaða fólk þetta er því maður fer alltaf að búa til einhverjar samsæriskenningar í kringum eitthvað þannig.

þriðjudagur, ágúst 1

Nú fer að styttast í Danmerkur förina mína, ekki nema 11 dagar! Eins gott bara að þessi hitabylgja verði ekki farin þegar ég kem!

Alla vega náði ég að afreka margar ára tossaskap í senda bréf út til fjölskyldunnar sem ég var au-pair hjá þegar ég var 18 ára. Þó ég tali ágætis dönsku þá er það nú meira en að segja það að skrifa bréf á dönsku fyrir lesblinda manneskju. En ég skrifaði það þá bara á ensku (vona að ég fái ekki bögg út á það). En mikið rosalega hlakka ég til að hitta allt fólkið mitt og börnin eru nú orðin svo stór að ég á eflaust ekki eftir að þekkja þau enda búin að eldast um 6 ár. Eins og ég hef minnst á áður í bloggfærslum var ég hjá mjög sérstakri en yndislegri fjölskyldu og það er hægt að sjá hérna hvar þau búa og hvað þau gera.

Svo hlakka ég ekki minna til að hitta Sveinu mákonu og krakkana sem eru nýflutt til Esbjerg í Danmörku, Palli verður reyndar ekki heima, því hann er á sjónum núna. En þetta verður örugglega skemmtileg heimsókn og fín tilbreyting frá lífinu í RVK.