miðvikudagur, mars 7

www.ernamaria.blog.is

þriðjudagur, mars 6

pirr pirr, þessi blogger er að gera mig geðveika, sama hversu paranoid ég er og passasöm þegar ég blogga, þá tekst honum allt of oft að skemma/eyða bloggfæslum mínum.

ég er að spá í að segja honum upp!

það er víst voða hipp og kúl að vera með mogga blogg....

pirr pirr, þessi blogger er að gera mig geðveika, sama hversu paranoid ég er og passasöm þegar ég blogga, þá tekst honum allt of oft að skemma/eyða bloggfæslum mínum.

ég er að spá í að segja honum upp!

það er víst voða hipp og kúl að vera með mogga blogg....

miðvikudagur, febrúar 28

Breyttir tímar, breytt viðhorf?

Ég man eftir því að á tímabili fyrir mörgum árum að tölvert værum um að stúlkur á fermingaraldri urðu óléttar (þá er ég að tala um fyrir c.a. 20 árum +/-). Ekki held ég að það hefði verið efni í kvöldfréttir sjónvarpsmiðlana né forsíðufrétt dagblaðanna á þeim tíma.

Einhvern veginn efast ég um að það sé talið fréttnæmt utan sorpmiðla enn í dag, en ég er samt ekki alveg viss, í dag eru fóstureyðingar bæði sjálfsagðari og öruggari en t.d. fyrir 20 árum og alger fjarstæða að barn skuli fæða barn eins og fermingarstúlkur eru taldar í dag, ólíkt því þegar fermingarbörn voru talin vera að komast í fullorðinatölu.
En þrátt fyrir að 14 ára stúlkur séu frekar talin börn í dag, eru stúlkur nú að meðaltali að missa meydómin fyrr...

Við Sandra þrösuðum sem sagt mikið um þetta um daginn, langar mig því að spyrja ykkur hvað þið haldið?

Ef 14 ára stúlka verður ólétt og ákveður að eiga barnið nú árið 2007, er það fréttnæmt ?

föstudagur, febrúar 23



Ég er alveg komin að því að aulýsa eftir vinum í Sjónhorninu, víst að vinalínan er ekki með heimsendingarþjónustu!




En sem betur fer ætlar Katrín að koma frá Akureyri og gera eitthvað skemmtilegt með mér í kvöld, jafn vel fá okkur eins og í aðra tánna.




Við Katrín eigum langa og góða sögu af samdrykkju og vorum við ekki nema rúmlega 13 ára þegar við vorum búnar að ná okkur í landa á 17. júní hátíðinni.




Set hérna myndum af okkur síðan á frænkuhittingum ógurlega fyrir 2 vikum.




Að fara eða ekki fara, það er efinn II

hmmm, fólk virðist vera á einu máli um að ég ætti að drífa mig út, ég er svona nokkuð sammála því. En málið er aðeins flóknara en svo. Þar sem ég gæti mjöglega fengið vinnu út á framhald á lokaverkefninu mínu, sem yrði draumavinnan eins og er, er það ákveðin áhætt fyrir mig að vera stökkva frá henni strax.


En ég er náttúrlega ekki búin að fá þá vinnu ennþá, þó það sé verið að gefa mér gylliboð úr ýmissum áttum.


Svo ég þarf eiginlega að velta mér upp úr þessu aðeins lengur....

Spurningin hvort ævintýraþráin eða skynsemin ráði?

Ætla alla vega ekki að spyrja mömmu og pabba ráða, veit alveg nákvæmlega hvað þau vilja! Ég ætla alla vega að nota tækifærið og skrá mig úr Framsóknarflokknum meðan mamma er úti á Spáni, hún getur þá jafnað sig áður en hún kemur, þó hún segist ekkert ætla að skipta sér af því hverja ég styð, er hún endalaust að minna mig á hvað ég hafði kosið rangt í seinstu sveitastjórnakosningum.

fimmtudagur, febrúar 22

já einmitt!

Seinustu daga hef ég mikið verið að pæla í því afhverju það er ekki búið að tæma ruslatunnuna. Hún er alveg orðin kjaftfull og er ég alveg í vandræðum með að henda ruslinu. En svo fattaði ég allt í einu að ég bý upp í sveit og þangað mæta ekki ruslakallanir!

ójæja, þá fæ ég tækifæri til að prófa tryllitæki bróður míns svo ég geti komið ruslinu í viðeigandi ruslagám, ég held að það séu alla vega 6 ár síðan ég keyrði dráttarvél seinast og þá voru hvorki sjónvörp né geilsaspilarar í þeim!

þriðjudagur, febrúar 20

Að fara eða ekki fara, það er efinn

úff ég er með þvílíkan valkvíða þessa daganna.

Stend eiginlega á ákveðnum tímamótum. Þarf s.s. að velja á milli þess að fara út í heim í sjálfboðaliðastarf eða fá mér "fullorðinsvinnu".

Þó ég sé að spá í að fara ekki út fyrr en í haust, verð ég eiginlega að fara ákveða mig þá og þegar, því ef ég fer ætla ég að búa bara áfram hérna á Króknum og sækja bara um sumarvinnu, ef ég fer ekki ,þá ætla ég aftur til RVK og leita mér að framtíðarvinnu.

hmmmm........

Það er náttúrlega svolítið stór ákvörðun að fara út í heiminn í ævintýraleit, en þar sem mig hefur alltaf langað þá er það nú eða aldrei að fara, þar sem ég á ekkert og skulda ekkert, á hvorki mann né barn, er í raun ekkert sem stoppar mig við að drífa mig!

Ætla aðeins að hugsa þetta betur...




Annars gengur Ba vinnan min frekar hægt þessa daganna þar sem ég er að vinna alla daga og er yfirleitt svo þreytt og önnum kafin þegar ég kem heim að ég hef ekki gefið mér tíma. Týpíst ég! enda alltaf með að vera í skóla með vinnu í stað vinnu með skóla!! En ég er farin að finna fyrir töluveðri pressu og það er helst hún sem drífum mig áfram við að læra. Dreymir einmitt helst þessa dagana einhverjar hugmyndir eða útfærslur sem ég get unnið út frá í ritgerðaskrifunum.

fimmtudagur, febrúar 15

Gilsarapæjur

Um seinustu helgi, heldum við frænkurnar hitting. Það var sko tekið nóg af myndum enda kjörið tækifæri að eiga myndir af okkur saman áður en við verðum allar gamlar og hrukkóttar.
Vorum við svo hressar að við ákváðum að halda annan hitting daginn eftir. Enda verðum við að halda Gilsarastemmingunni á lofti!!
Myndirnar hennar Brynju eru hér
Frekar fyndið hvað við erum allar hverri annari ólíkari!! Samt erum við systkynabörn (-Brynja sem eru einum ættliðnum lengra)
Það vantaði samt margar frænkur í viðbót, en þær eru heldur ekkert líkar okkur né hvor annari.
Frekar merkilegt hvað við erum öll ólík en samt svona rosalega mörg, mamma átti s.s. 18 systkyni, en greinilegt er að útlitseinkenni þeirra eru komin úr víkjandi erfðum!
Vei nú er ég farin að hlakka til ættarmótsins í sumar!

mánudagur, febrúar 12

viva Röskva, viva Röskva.....

Held að ég sé enn í sigurvímu eftir stórkostlega kosningabaráttu Röskvu. Alla vega er ég enn hás eftir fögnuðinn og söngvana og brosið næstum fast á mér þegar ég hugsa til fimmtudagsnæturinnar!

En núna sit ég ein á gólfinu í tómu húsi, því það er verið að taka allt í gegn (átti reyndar að vera búið að því meðan ég var fyrir sunnan, pirr pirr). Líður mér því eins og ég sé í skammarkrók (en ekki á Sauðárkrók), fæ ekki lengur að vera með heldur fæ að dúsa hér ein með tölvuna mína og sjónvarpið, langar helst að flytja aftur suður í næstu viku.


úff, ég er að deyja úr sjálfsvorkun! Reyni að vera aðeins jákvæðari á morgun.

Little Miss Sunshine

Fór í bíó eins og sönnum landsbyggðarpakki sæmir þegar það fer til RVK. Myndin Little Miss Sunshine varð fyrir valinu þar sem ég hef heyrt að hún væri skemmtileg og mannleg. Sem hún var svo, mjög skemmtileg og persónunar einstaklega mannlegar miðað við Hollywoodmynd, reyndar var svolítið sem fékk mig til að dreifa athyglinni af bíótjaldinu......

Og auðvitað vann Röskva!!

Enda datt mér ekki í hug að vera að fara í fýluferð hingað suður. Þvílík gleði og hamingja. Hef sjaldan upplifað annað eins. Eftir endalausa vinnu og baráttu náðum við meirihluta í stúdentaráð. Ég viðurkenni þó að ég var búin að gera mér vonir um þetta, enda vildi ég ekki trúa upp á neinn heilvita mann að kjósa H-listann.

Enda gat ég ekki annað en rifað úr gleði þegar bakarinn í Hagkaup spurði mig á laugardagsmorguninn þegar ég fór að kaupa í þynnumorgunmatinn handa okkur frænkunum hvort Röskva hafi ekki verið að vinna í kosningum, endaði brauðkaup mín á nær 20 mín spjalli við bakarann um hvað sigurinn var sætur!

Nú get ég farið sátt heim eftir 3 daga stanslausan fögnuð, djamm og gleði.

Hugsa samt að ég komi mjög fljótlega aftir í höfuðborgina, er ekki alveg að meika þennan flutning í auðnina : /

sunnudagur, febrúar 4

Um helgina var ég SVEITT, FJÓLUBLÁ OG FLIPPUÐ!

Vei, en skemmtileg helgi :)

þriðjudagur, janúar 30

Same old me...

Nýja árið átti sko heldur betur að vera ár breytinga og sjálfsmeðferðar. sá fyrir mér að flytja bara í sveitina, safna pening og dunda mér við lokaverkefnið mitt
Ég virðist þó lítið breytast þó ég flytji. Nú er ég bókstaflega að kafna úr verkefnum og amstri. Hef hvorki tíma til að anda né sofa.

Kannski flutti ég bara ekki nógu langt. Er einmitt að spá í að færa mig eitthvað um hnettinn og fara í sjálfboðaliðastarf einhver staðar, þar sem samfélagið og lífið er mun einfaldara.

Ég hef alltaf verið ofvirk það er ekki svo sjaldan sem mig dreymir um þá að hefði ekki svona mörg áhugamál, vera ekki endalaust að koma mér í einhver ný og ný verkefni. Hvernig væri að gera eitt í einu og gera það vel!

Það sem ég er að gera núna meðal annars:
- vinna við Ba-verkefni

- vinna á Elliheimili

- vinna að sigri Röskvu í kosningabaráttunni

- skrifa fyrirlestur um sjálfsímynd, metnað og áhrif orða sem ég er að fara halda víðs vegar um norðurland vestra

-redda skorarfundum og funda með Homo

-gera húsið tilbúið fyrir málara og smiði því ma og pa eru á spáni og það á að taka húsið í gegn (eru enginn takmörk fyrir því hvað er hægt að eiga mikið af bollastelli!!!!!)

- Ég er með tvær frænkur mínar í einkakennslu í 10 bekk 1x í viku (nú man ég afhverju mér gekk ílla í stærðfræði!)

- fer með ömmu í búðina 1x í viku

svo er ég að fara suður á morgun og á alveg eftir að pakka niður veit ekki alveg hvenær ég ætla að hafa tíma til að sofa áður ég fer :/

Svona er maður. Erfitt að flýja sjálfan sig.

jamm, held að ég verði kannski að flýja aðeins lengra.....

hvernig hljómar Malaví eða Indland?