mánudagur, janúar 31

það er gaman að skoða gamlar myndir og það er mjög fyndið að skoða gamlar fylleríis myndir

http://www.ok.is/~geir/Yrr-section/slide2002/korhlidardalsskoli%20html/0.htm

ég bendi sérstaklega á seinni hlutann!

mánudagur, janúar 24

oh ég nenni varla að fara að læra á þetta bloggspot rugl!!

ég var alveg búin að gleyma að ég væri með bloggsíðu!!

en það kemur sér samt vel þegar maður er innikróaður í tíma þar sem kennarinn hefur ekkert merkilegt að segja!!!

statusinn á mér er s.s. þannig:

Ég er aftur byrjuð í skólanum eftir jólafríið, ja ef jólafrí skyldi kalla, var að vinna öll jólin á afskaplega notalegri deild á elliheimilinu á króknum þar sem mér fannst ég meira vera í heimsókn hjá fullt af ömmum og öfum heldur en að vinna mér inn tekna.

þegar skólinn byrjar þá byrjar kórstarfið líka og þegar kórstarfið hefst tekur við tömlulaus drykkja og djamm.

nú er komin mánudagur og ég er ennþá að jafna mig eftir fylleríisrugl á mér á föstudagskvöldið merkilegt hvernig áfengi getur fengið mann til að hegða sér algjörlega utan "character".

Annars fór ég í bíó í gær á Alexander, var nú fyrir frekar miklum vonbrigðum, en það bjargði henni alveg hvað það voru endalaust fallegir leikarar í henni og þar á meðaln Jared Leto omg ég held að ég sé enþá skotin í honum síðan ég var 13 ára og lifði fyrir "my so called life"!!