föstudagur, apríl 28

af hverju fer ég ekki bara að læra!?!?!

ekki flókið í sjálfu sér, maður leggur frá sér tölvuna tekur upp bókina og les. En einhvern veginn kem ég mér bara ekki í það. Frekar blogga ég um að ég nenni ekki að læra. Hversu tilgangslaust er það...

í fyrri bloggfærslu sagði ég að próflestur er bara fyrir gamlar kellingar og aumingjar
- já ég virðist ekki hafa þann sjálfsaga sem þau hafa!

fimmtudagur, apríl 27

Ég hefur komist að því að prófalestur er bara fyrir gamlar kellingar og aumingja!

ég er farin á kaffihús!

miðvikudagur, apríl 26

Hvaða rugl er þetta með Tom Cruise og Katie Holmes. Það eru daglegar fréttir af þeim á mbl og hver annari ómerkilegri. Hefur fólk virkilega áhuga á þessu!!

mánudagur, apríl 24

svona minnir mann á hvað Ísland er lítið!

sunnudagur, apríl 23

pússl pússl pússl..........

Var ég búin að heita mér því að ég myndi ekki kaupa mér pússl fyrr en ég væri búin að ljúka háskólanáminu. Því ef ég kemst í pússl hætti ég ekki fyrr en ég er búin, ég mæti ekki skólann, borða ekki, sef ekki og hreyfi mig sem minnst. Hegðun mín verður líkust þráhyggju!

Fyrir slysni rakst ég á þessa síðu! og nú er ég næstum búin að klára öll pússlin þar og komin á allra seinasta séns að klára verkefni sem ég á að skila á morgun!

fimmtudagur, apríl 20

Gleðilegt sumar

miðvikudagur, apríl 19

ég nennti ekki heim eftir að hafa hangið yfir bókunum á hlöðunni í allann dag, þannig ég fór með Tinnu og Atla á ljóðakvöld á cafe Rosenberg

mörg skemmtileg en misjöfn ljóð og smásögur.
Í hléinu spilaði svo ung stelpa sem kallar sig Lay Low og hún var svona rosa góð!!

tékkið á henni hérna

en mikið hlakka ég til þegar reykingarbann verður komið á á opinberum stöðum. Ég er orðin hálf þunn eftir alla þessa reykmettun

miðvikudagur, apríl 12

"ógeðslegt" eða "óreiða"?

Er að lesa ansi merkilega grein eftir Mary Douglas um að ekkert sé í sjálfri sér skítugt eða ógeðslegt, heldur séu hlutir staðsettir á röngum stað samkvæmt félagslegukerfi okkar.

Það er til dæmis ekkert skítugt við að hafa mold í blómapotti, hins vegar teljum "við" mold merki um óhreinindi þegar hún er til dæmis upp í rúmi eða á matardisknum okkar.
- Sem sagt ef einhver dettur í forarpitt getur sá hin sami sagt að hann sé allur í óreiðu!

Ekki hvarlaði að mér að það sé svona áhugavert að stúdera hreinlæti og drasl!

Páskatuð!

oh, ég er svo mikill auli, fattaði ekkert að ég vaktirnar sem ég skráði mig á í apríl væru yfir páskana.


Nú verð ég alein eftir í RVK!!!

af frátöldum ketti sem ég verð að passa af því allir eru að fara úr bænum!!!!

það er ekkert eins ömurlegt og að læra þegar maður er bitur!

Síminn minn fór í köku um helgina!

Árshátíð Röskvu var sem sagt um seinstu helgi.
Drykkjuleikir,
Atarisganga,
Dansleikir,
Samsöngur,
Ræður,
Át,
Amæliskökur,
Afmælissöngur,
Daðurskennsla,
Rökræður,
Bannorðsleikur,
"Finndu röskvuliðann sem er...",
Hoppað í rúmi,
Rúm brotið,
Singstar,
Símanum mínum og Ásgeris var stungið í köku og svo hringt í þá!!
Ríflegur helmingur röskvuliða fer heim saman!!!

...gott djamm!!

miðvikudagur, apríl 5

Borgarstjórnarkosningar!


- Hádegisfundur með frambjóðendum


Fimmtudaginn 6. apríl
Stofa 201 Odda, kl. 12.15

Sjá nánar á
www.roskva.hi.is

þriðjudagur, apríl 4

Hugsandi

það var að koma grein eftir mig inn á Hugsandi þar er ég að fjalla um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum um ímynd íslenskra kvenna og lauslæti þeirra.