þegar ég var að byrjað að blogga þá gerði ég alltaf lista yfir það sem ég "fílaði" og "fílaði ekki" þann dag sem ég bloggaði, ég er að spá í að gera það kannski aftur
í dag fíla ég:
- kaffi
- Simon og Garfunkel
- snjóbirni á hlaupabrettum!!
- verkjalyf
- kaffipásur!!
- mandarínur
- salt lakkrís
- þjóðarbókhalaðar köttinn Funa
í dag fíla ég ekki:
- fólk sem þarf alltaf að vera spurja mann að e-u!
- hvað ég hef stutta einbeitingu
- menntaskólanema (meindýr)
- bleytu
- að þeigja yfir grafalvarlegum bókum um hnattvæðingu allan daginn
- matinn á bókhlöðunni
- duglegt fólk
Nightingale
mánudagur, desember 6
fimmtudagur, desember 2
Baráttan um borðin
"Náði" sagði ég og kastaði töskunni minni með tölvunni minni innanborðs á borðið "ætlar þú að nota allt borðið" sagði greyjið menntaskólastúlkan með aumkunaraugum "JÁ" og byrjaði að dreifa mér um borðið.Hvað er eiginlega málið!?!
var mætt fyrir utan bókhlöðuna kl 8.15 taldi mig vera á góðum tíma til að fara í biðröð og alveg búin að ákveða hvaða boðri ég ætlaði að ná. en þá var verið að hleypa inn um leið og ég kom og á 10 mínútum fylltist þjóðarbókhlaðan! Út um allt voru Háskólanemar á vergangi að leita sér að gólfplássi til að lesa bókina sína!
Hvað er að verða um "hlöðuna okkar", fyrst er okkur hent út í kuldan með því að skerða opnunartíma, stúdentaráðið tókst nú samt að torða okkur inn aftur, en nú eru þessi meindýr komin um allt og neyða "okkur" til að sitja á gólfinu!