miðvikudagur, júní 28

Er ekki kominn tími til að halda svona mót á Íslandi? Ég fer allavega að verða vel æfð.

þriðjudagur, júní 27

Litla Ísland

Eina andvökunótt í seinustu viku datt mér í hug að fara að taka til í geymslunni hjá mér. Þar fann ég kassa merktum "ljósmyndir og filmur". Hafði ég nú ekki kíkt í þann kassa í nokkur ár. Eins og við var að búast hrundu yfir mig gamlar minningar þegar ég skoðaði gömlu myndirnar. En í kassanum fann ég einnig myndir sem ég hafði tekið á þjóðhátíð í eyjum árið 2003. Ég hafði nú hugsað mér að henda þessum myndum því þar sem ég var með einnotamyndavél hvarlaði að mér að ég hafi tekið vitlausa myndavél með mér heim því ég þekkti ekki helminginn af fólkinu sem var á myndunum. En í dag árið 2006 hefur mér tekist að kynnast þessu ágæta fólki. Ég get því samviskusamlega komið þessum myndum fyrir í albúmi og merkt með nöfnum.

Einnig hef ég eytt endalausum tíma á næturvöktum við að skoða myndir á netinu. Sveinn bróðir er með myndasíðu þar sem hann tekur myndir af fólki í mis góðu ástandi á djamminu. Eftir því sem ég skoða eldri myndir því fleira fólk kannast ég við.

Já það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki, en ég vona samt að ég fari nú ekki að þurfa flýja til útlanda til að halda því áfram.

föstudagur, júní 23

gubb...

Eigum við eitthvað ræða hvað íslenskar auglýsingar eru almennt leiðinlegar!! Orkuveitu auglýsinginn sló alveg út botnin í leiðindamælikvarðanum ásamt "stelpu" herferðinni hjá Skjá einum. Ég verð alveg græn í framan þegar verið er að auglýsa "nýju" dagskránna hjá skjá einum.

Annars nenni ég ekki að vera pirra mig á þessu. Hef nóg af efni eins og er svo ég þurfi ekki að vera treysta á Íslenskar sjónvarpsstöðvar til að hafa ofan af fyrir mér

fimmtudagur, júní 22

Pínu skerí

Seinustu 4 daga hef ég verið á Flúðum í sumarbústað með vinnunni. Ferðin var mikil rólegheit. Milli þess að leysa Sudoku, grilla og fara í bíltúra, las ég bókina "Flugdrekahlauparinn". Mjög góð bók og tókst mér heldur betur að komast "inn í bókina" því þegar ég var akkúrat stödd í bókinni þar sem söguhetjan er að lýsa því þegar stríðið var að hefjast í Afganistan, flaug herþota frekar lágt yfir mig með þvílíkum hávaða. Rosalega var það Skerí!
Allt í einu áttaði ég mig enn betur á því að maður er í raun hvergi óhultur og stríð kemur líka fyrir fólk sem ekki á von á því!!!

fimmtudagur, júní 15

Þetta verður geggjað!

Mikið lýst mér vel á þetta. Ég er búin að sannfæra nokkrar af hressustu túttum borgarinnar með mér á landsmót, Það er þó pláss fyrir fleiri hressa, so hop on board!

Fréttir 14. júní 2006 - kl. 11:27 - www.skagafjordur.com

Geiri, Papar og Todmobile á Landsmóti
Hestamenn munu ekki þurfa að láta sér leiðast á kvöldin á Landsmótinu þó svo að hestarnir hvíli lúin bein. Topphljómsveitir munu halda uppi stuðinu fram eftir nóttu því á svæðinu verða Hljómsveit Geirmundar, Papar og Todmobile.
Á fimmtudagskvöld verður skagfirska sveiflan allsráðandi. Karlakórinn Heimir mun syngja við setningu mótsins og svo er það sjálfur sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson sem mun trylla lýðinn fram undir morgunn. Á föstudagskvöld er það hin goðsagnakennda stórsveit Todmobile sem leikur fyrir dansi og á laugardagskvöld munu hinir frábæru Papar spila eins og þeim einum er lagið.
Dansleikirnir fara fram inni á svæðinu og er aðgangur að þeim innifalinn í miðaverðinu. Það er því um að gera að tryggja sér miða í tíma - forsalan er í fullum gangi á ESSO stöðvum um land allt - því það verður STUÐ, STUÐ, STUÐ í Skagafirðinum um næstu mánaðamót.

mánudagur, júní 12

Gott að eiga nóg af bræðrum

Ég ákvað að kaupa mér flakkara. Sveinn bróðir svo indæll að redda mér honum ódýrt og fylla hann svo af efni.

Annars var ég líka að "eignast" heimabíó, græjur, örbylgjuofn, eldhússtóla og fleira. Palli bróðir er að flytja til Danmerkur svo honum vantar að koma dótinu sínu í "geymslu".

Heimabíóið er reyndar mjög stórt en ég kem því einhvern vegin fyrir. Þarf bara að koma því suður. En þar sem Gummi bróðir á svo stóran pallbíl ætti hann að geta kippt því með næst þegar hann fer norður.

Ég þyrfti eiginlega að finna eitthvað fyrir Ómar bróður, svo ég nýti alla bræður mína :)

Þvílík snilld sem þetta partí var! Greinilegt að fjölskyldan kann að halda partí

miðvikudagur, júní 7

Nýr klukkleikur.

Þegar maður kynnist útlendingum finnst manni þeir hafa prófað svo margt sem er manni fjarlægt og ævintýralegt. Það fær mann oft til að finnast maður sjálfur hafi lifað einföldu og frábrotnu lífi. En þegar maður fer að hugsa sig um, þá eru þeir hlutir sem maður hefur gengið í gegnum og upplifað ekkert endilega svo ómerkilegir.

Í því tilefni langar mig að starta nýjum “Klukkleik”. Þar sem þeir fimm sem ég klukka eiga að finna fimm atvik/atriði sem þeim finnst standa upp úr af sinni æfi og hafa haft sem mest áhrif á sig. Síðan klukka þeir fimm aðra.

--------
Það sem mér finnst standa upp úr hvað varðar mína stuttu ævi og hefur haft mikil áhrif á mig eru:

1. Að alast upp í sveit.
Í sveitinni komst ég í mikla nánd við náttúruna og dýrin. Ég held einhvern vegin að ég fatti kannski aðeins betur hvernig náttúran og lífið virkar. Ég fór aldrei í leikskóla, en í staðin þvældist ég annað hvort með pabba heima í sveitinni eða með mömmum á hinum og þessum fundum hjá Framsókn, Kaupfélaginu eða Kvenfélaginu.

2. Göngurnar og hestamennskan.
Á hverju hausti frá ca.. 12 ára aldri fór ég upp í fjöllin að smala saman kindum eða hestum sem var á víð og dreif upp í algerlega óspilltri náttúrunni. Þar klifraði ég upp og niður brött gil og fjöll sem sjaldan höfðu göngustíga né handriði og oft var vont veður og lélegt skyggni á þessum árstíma. Varð maður því algerlega að treysta á eigin skynsemi og rökhugsun og þar sem ég var alltaf með hest með mér varð ég líka að læra að vinna með hestinum í þessum aðstæðum.


3. Skiptinemi til Sviss.
Sumarið sem ég varð 15 ára fór ég alein sem skiptinemi til Zurich í Sviss. Þar var ég hjá frekar klikkaðri fjölskyldu sem var með ofsadýrkun á Íslandi. Þar sem ég var mikið í hestamennsku á þeim tíma og var með stelpu sem var í einnig mikið á íslenskum hestum fór ég á allskonar námskeið og hestaferðir um allt Sviss. Mjög gaman en virkilega krefjandi að standa allt í einu alein á gelgjufótunum í ókunnulandi sem ég þekkti ekki eina manneskju og kunni aðeins grunnskólaensku. Held ég að sterkasta minningin mín úr þeirri ferð hafi verið þegar ég var ný komin á flugvöllinn í Zurich (sem var risa stór í augum sveitastelpu). Hafði ég þá týnt öllum Íslendingunum sem voru með mér í flugvélinni og stóð ég á svölum og leit yfir risa stóran sal fullan af algerlega ókunnu fólki sem ég hafði aldrei séð áður. Þetta var áður en farsímar komust í almenningsnotkun og ég hafði aðeins einu sinni áður farið til útlanda og þá var það með foreldrum mínum! Aldrei fyrr né síðar hefur mér fundist ég vera eins ein í heiminum og vissi að nú yrði ég algerlega að treysta á sjálfan mig. Þetta var alveg mögnuð tilfinning og merkilegt að ég hafi ekki bara panikað!


4. Au-pair í Danmörku.
Þegar ég var 18 ára vildi pabbi endilega að ég myndi læra að tala almennilega dönsku og reddaði hann mér því starfi sem barnapía upp í sveit á Jótlandi gegnum eitthvað fólk sem þekkti eitthvað fólk sem þekkti eitthvað fólk .....sem þekkti konu.
Þó Danmörk sem ekki talin fjarlæg Íslandi landfræðilega né menningarlega þá fékk ég þvílíkt menningarsjokk þegar ég komst loksins áfangastað þar úti. Eftir að hafa verið ein taugahrúga í ótta við að taka ranga lestir frá Kaupmannahöfn til Úlfborg tók á móti mér hrörlegasta og sóðalegast heimili sem ég hef nokkurntímann gegnið inn á. Þar voru börnin 6 mánaða stúlka og 3 ára drengur klædd í ullar larfa og það yngra var með taubleiu. Út um allt húsið voru ullargærur, maurar, mýs og önnur kvikindi. Hjónin voru svo alveg í stíl við húsið (sem var byggt sem fjós fyrir ca.. 100 árum!!!!).
Auðvitað ætlaði ég sko strax heim aftur því ég gæti aldrei búið inni á slíku heimili og ekki til að bæta ástandið réðust á mig 5 fjárhundar á sama tíma og hringdi heim til í pabba. Pabbi náði sem betur fer að róa mig niður og ákvað ég að taka þessari ferð sem áskorun á sjálfa mig. Bretti ég bara upp hendur og hóf að þrífa bæði hús og börn. Reyndar borðaði ég ekki í viku enda voru maurarnir, mýsnar, ullargærurnar ekki alveg lystarhvetjandi.
Hjónin reyndust svo vera indælis fólk sem vildi allt fyrir mig gera, og höfðu næga peninga til að veita mér hellings svigrúm til að kaupa hreinsiefni, meindýraeitur, mat úr loftþéttum umbúðum og annað sem mér datt í hug. Ég var á miklu leiti á þvælingi með mömmunni og passaði börnin á meðan hún var ýmist að sinna kindum sem danska ríkið lét ganga laust í skógræktinni eða þegar hún var með fjárhundasýningu á landbúnaðarsamkomum víða um Jótland.
Einnig rak hún gallerí ásamt öðrum konum úr sveitinni. Var ég mikið að hjálpa til og lærði þar allar gömlu aðferðirnar sem notaðar voru við að vinna úr ull. Sjá heimasíðu Lystbækgaard.


5. Nefndar og stjórnarstörf.
Á seinustu árum hef ég verið mjög virk í stjórnarstörfum hjá nemendafélögum innan háskólans. Þau félög eru Háskólakórinn, Homo – félag mannfræðinema og nú Röskva – samtök félagshyggjufólks við HÍ. Öll þessi störf hafa kennt mér enn betur að hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér. Þar hef ég lært að vinna með fólki og koma hlutum í framkvæmd. Að mikilvægt er að vinna eftir eigin sannfæringu og ef maður leggur metnað og vinnu í hlutina þá getur maður náð þeim markmiðum sem maður ætlar sér.



Ég klukka: Söndru, Guðfinnu, Ásdísi, Tinnu Mjöll og Auði G.