mánudagur, janúar 30

Hroki og hleypidómar

Ég tel mig vera frekar vandlát á kvikmyndir en ég er ótrúlega veik fyrir breskum aðalsmyndum, Pride and Prejudice er einmitt í efsta sæti í þeim flokki. Mæli með henni fyrir þá sem vilja svífa á bleiku skýi í smá stund án allra skuldbindinga!

sunnudagur, janúar 29

Catan

..."þú færð eina kind fyrir hálm og stein!..." Eftir að hafa spilað Catan til kl 1.30 í nótt sofnaði ég vært og dreymdi áframhaldandi spilamennsku. Catanæði hefur gripið mig, ég held að ég verði kaupi mér eitt slíkt sjálf, svo ég þurfi ekki alltaf að treysta á Helga og Ásdísi til að spila, þó þau séu úravalsspilamenn.
kannski að maður reyni að komast í ólympíulið Catan!

Gengið í gin ljónsins,

Röskva hélt þorrablót á Stúdentakjallaranum á föstudagskvöldið, útlendingunum og öðrum til mikillar gleði, því kjallarinn var troðfullur af mjög svo fjölbreytilegu fólki og skemmdum mat.
Hafði ég tekið þá skynsömu ákvörðun að halda mér nokkuð edrú, þar sem ég ætlaði að mæta eldhress í útburður Röskvublaðsins daginn eftir. Vinkonur mínar úr Homo voru á djamminu og ákvað ég að hitta þær á Hressó. Meðan ég tróð mér í gegnum fjöldann leitandi af stelpunum, furða ég mig á því hvað það var rosalega mikið af fólki úr HÍ þar, svo veit ekki af mér fyrr en ég send í miðjum Vökuframbjóðenda hóp, öll þakinn Röskvumerkjum! "PÚÚÚÚ!!!" Ég var stödd í miðju Vökupartíi, brá mér svo við öskrin að mér varð hálf hverft við. Flýtti ég mér að finna stelpurnar og eftir smá tíma var ég búin að drekka í mig kjarkinn til að prektika fagnaðarerindi Röskvu í miðju Vökupartíi, Röskvu merkin 10 sem ég var með næld í mig, tókst mér að dreifa samviskusamlega. ýmsum taktíkum var líka beitt til að krækja í hliðholla stuðningsmenn, meðal annars drykkjukeppnir, þar sem atkvæðin skiluðu sér beint í kassann, enda undirrituð með áratugareynslu við að skola niður ölinu.
Kvöldið var hið áhugaverðasta, þrátt fyrir að illt auga og hausahristingur kæmi úr hverju horni.
- jah, hvað á maður að gera þegar maður er ÓVÆNT staddur í gini ljónsins, ég alla vega gef skít í allar skynsamlegar ákvörðunartökur!

miðvikudagur, janúar 25

hmmm..

Ég held að ég sé alveg að renna á rassinn með að flytja norður! Ég sé bara fram á félagslegt sjálfsmorð, sérstaklega þar sem að Sveina ætlar að taka upp á því að flytja til DK í júní.
Það er bara svo yndislegt að vera frjáls háskólanemi, og með allt þetta skemmtilega og áhugaverða fólk í kringum mig.

Kannski ég taki bara auka önn í mannfræði, þetta er svo endalaust skemmtilegt nám! ég væri til í að taka öll námskeiðin sem er í boði!!


P.S.
X-Röskvu

föstudagur, janúar 20

Erna í framboði!

Listakynning Röskvu verður kynntur á Hverfisbarnum í kvöld, þar mun ég verða kynnt!!
Be there!

miðvikudagur, janúar 18

Faraldur

Það virðist sem einhver bráðsmitandi faraldur sé að herja á alla í kringum mig! Fólk fer ekki út úr húsi og heldur sig í rúminu svo vikum skiptir. Sjúkdómgreiningin er kölluð "ástarsýki" og fólk virðist steinfalla og ekki ná sér upp aftur.

Ég ætla að halda mér sem lengst frá þessu sjúku fólki!!

þriðjudagur, janúar 17

Djammdýrið risið upp frá dauða!

Jæja þá er maður komin í borgina. Ótrúlega gaman að hitta skólafélagana aftur. Félagslífið hefur gjörsamlega tekið stakkarskiptum og á ég erfitt með að velja um hvað ég á að gera um helgina, í boði eru
kórbúðir í Skálholti,
afmæli hjá Guðfinnu og Völu,
mannfræðinemadjamm
Lista kynning Röskva og sumarbústaðarferð.
En maður verður að vera hliðhollur og velja kórbúðir, enda gengur maður að vísri skemmtun og gleði þar!!

mánudagur, janúar 16

Flogin suður á boginn

far vel norðurland

laugardagur, janúar 7

Enn fyrir norðann

eftir þessar 3 vikur hér fyrir norðan hef ég blendnar tilfinningar um að flytja aftur norður. hef lítið gert annað enn að vinna og vinna og félagslífið hjá mér er við dauðsmark!! og vitandi að Sveina sé hugsanlega að fara flytja út, sé ég fram að að talvan og sjónvarpið verði mínu einu félagar!
Ef ég ætla mér að ná að safna nægum pening fyrir heimsreisuna þá verður maður bara að fórna, og líklegast verður það félagslífið!!
En það er samt alveg ótrúlega notalegt hérna í sveitinni. Allt eitthvað svo auðvelt!