miðvikudagur, mars 31

þegar ég var viðfang..........

fór í verklegan tíma í dag í lífeðlislegri sálarfræði. Í þetta skipti vorum við að mæla lífeðlisleg viðbrögð og athuga hvort það væri munur á líkamlegri eða tilfinningarlegri streitu,
eftir mikla tregðu hópfélaga til að bjóða sig fram, bauð ég mig fram í að vera viðfangið og var þar með fest á mig fullt tilheyrandi mælitækjum (eins og eru notaðar við lygamælingar) síðan var ég prófuð á alla mögulega vegu, lagt fyrir mig stærðfræðiþraut, látin svara vandæðalegum spuringum þ.m.t. hvort ég væri myndarleg!!, átti samt auðveldara með að segja að ég væri gáfuð ;)

síðan var ég látinn ljúga!!ég hef nú alltaf staðið í þeirri meiningu að ég sé nokkuð fær í að ljúga, það er ef mig langar til þess (á það til við óhóflegt magn áfengis), en mæliðtækið kom sko heldur betur upp um mig!!!

en þetta var bara stór skemmtilegur tími, alla vega í fyrsta sinn sem ég hef verið beðin af kennara að taka mér 5 mín í að slappa af og hlusta á róandi tónlist :) það ætti að taka það upp í fleiri tímum!

það væri samt áhugavert að prófa að mæla viðfangið (ég) eftir að það hafi innbirgt nokkur promil af áfengi!!! kannski ég minnist á það í umræðum í skýslunni um verkefni ;)

fimmtudagur, mars 25

Pirr Pirr............. one of these days!!

miðvikudagur, mars 24

Internetið er stórkostleg uppfinning og hefur minnkað heimin svo um munar og hefur það hjálpað einstaklingum að hafa áhrif og koma sínu efni á framfæri, þetta er t.d. mjög gott dæmi um slíkt http://www.lemurstelpur.tk/ ég vona svo sannarlega að það sé eitthvað til í þessu svo ég sé ekki að sverta mannorð einhverns sakleysingja, ef svo er þá vinsamlegast leiðréttið það!!!

miðvikudagur, mars 10

Nokkrir góðir frasar fyrir þá sem vilja bæta tungumálaþekkingu sína :)



The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið!



Að ógleymdum Gauja Þórðar frösunum:

I will find him in the beach = Ég skal finna hann í fjöru

Let´s show them were David bought the bear = Sýnum þeim hvar Davíð keypti ölið.



fimmtudagur, mars 4

Noh! hver haldið þið að sé sálfræðinemi vikunar

Lenti í skemmtilegri reynslu í gær. ég var svo sniðug að gleyma uppáhalds treflinum mínum og kórmöppunni í Melaskóla á þriðjudagskvöldið þannig að ég hélt að stað upp í Melaskóla að endurheimta dýrgripina í gærmorgun. Þar sem að ég þrammaði um gangana með troðfulla skólatösku á bakinu í leit að húsverðinum er hringt í fríminutur og gangarnir fyllust af smákrökkum. fæ ég þá skyndilega tilvistarkreppu. Stóð þarna ramm villtur háskólaneminn inn í merð af grunnskólabörnum!!!

mánudagur, mars 1

*Geysp*
allt of mikið að gera hjá mér og kann ég mér aldrei hóf í einu né neinu, þó svo að ég sé búin að fækka aukavinnunum niður í 2 þá er ekkert minna að gera hjá mér. En snjallræði seinustu viku er þó að ganga upp hjá mér. Er barasta nær ekkert búin að horfa á sjónvarpið, enda bölva ég því í hvert skipti sem ég sé það. svo Húrra fyrir mér :D

Fór í Grímupartý um helgina, dulbjóst þar sem Slóvenskur róni, var með alveg rosalega grímu sem Gummi bróðir hafði verslaði í Prag fyrir mörgum árum. Vakti hún upp misjöfn viðbrögð partýgesta, má samt segja að hún hafi vakið upp mikinn óhug sem braust út í ofsa hlátri, hún var alla vega svo raunverulega að ég gat sýntmörg mismunandi svipbrigði, en það tók mjög á, en ég var í góðu formi eftir munnæfingar kennslu seinasta veturs ;)

á næstu dögum verður svo áframhaldandi söngur, lestur, vinna, skýslugerð og kaffidrykkja.