Kraftaverkin gerast enn.
Í dag átti ég heilbrigðasta sunnudag í manna minnum. En hann fólst í því að vakna eldhress kl. 9, syng í messu fyrir Háskólakórinn, taka almennilega á því í ræktinni. Vera svo skemmtilegasta frænka og fara með með litla frænda í sund og svo í allar dótabúðirnar í Kringlunni. Dagurinn endaði svo í hangikjöti hjá elsta bróður.
Geri aðrir betur!
Nörd með teskeið.
Þegar ég var lítil var ég ákveðin í því að verða fornleifafræðingur. Ólíkt öðrum bekkjarsystkynum mínum sem ætluðu að verða löggur, búðakonur eða hjúkkur. Ég hef því alltaf verið hálfgert nörd, og horfði aftur á bak og áfram á Indiana Jones þangað til spólan varð ónýt. Það kom líka ósjaldan fyrir að einhver húmoristi rétti mér teskeið og sagði mér að fara grafa eftir gulli og hauskúpum (ég á nú samt gott safn af drasli sem ég hef fundið, og hrúgu af steinum sem ég var handvissum að væru steingervingar).
Nördið í mér gladdist því mjög mikið við að sjá
þessa frétt.
Heima í sveitinni veit ég af nokkrum ómerktum gröfum, ætli frænka Lucyar sé nokkuð þar? Alla vega kitlar það mig að leggja af stað með teskeið og grafa upp eins og eina beinagrind. Versta er að ég má ekki eiga hana sjálf.
Nýja lífið gengur ágætlega, hollustan er enn í fyrirrúmi, þolið er allt að koma til og því kílóin farin að fjúka. Ég er yfirleitt vöknuð fyrir kl 9. (hver hefði trúað því!) og tekist að nýti daginn nokkuð vel.
Skynsemin og raunsæið hefur þó verið á undanhaldi. Allt of mikið rugl verið í gangi, sérstaklega hvað varðar nokkra fortíðardrauga. En ég held að ég hafi náð að hrissta þá alla af mér nú í lok helgarinnar.
Já, Róm var ekki byggð á einum degi!
ble ble ble...
Eins og viðfangsefni margar námskeiða geta verið skemmtileg eins og í
Trú og Tákn þá er alveg skelfilegt þegar kennararnir drepa allan áhuga manns með því að blaðra um eitthvað sem kemur viðfangsefni lítið eða ekkert við eins og fallusa og vagínu tákn í Nýju Geníu, sem maður er búin að heyra um í tveimur örðum námskeiðum!
Spurning um að koma þeim rétti til nemenda að geta gefið kennurum gula og svo rauða spjaldið, sem og óþolandi samnemendum sem heimta að fá að drepur mann úr leiðindum við að lesa upp "hugleiðingar" sínar um lesefnið! Langaði helst að standa upp og segja greyi konunni að fá sér Blogg!!!
Það sem bjargar samt svona tímum að maður nær að slá metið sitt í Minesweeper.
Merkilegt hvað allir mínir draumar enda orðið á allt sé orðið fullt af fiskum. Nú verð ég að fara í einhvers konar meðferð!
Stúdentadagurinn í HÍ
Hvet alla til að mæta á pöbbquiz Röskvu á Stúdentakjallaranum kl 17.00 í dag. Svo er skyldumæting allra stúdenta HÍ í Stuðtjaldið í kvöld.ódýr bjór til sölu og Chaps In Crimson munu þeyta skífum þar til Hermigervill mætir á svæðið og gerir allt vitlaust.
Nýja lífið gengur svona glimmrandi vel....
Búin að vakna fyrir kl 9 alla vikuna og nýta daganna til hið ýtrasta.
Hef meðal annars boðið í mat, farið í bíó sá þar Thank you for smoking. Alveg snilldar mynd með húmor við mitt hæfi. Svo fór ég á tónleika í gær í Borgarleikhúsinu á Magga Eiríks og Gunnar Pálma. Fékk frítt á tónleikana svo þeir voru extra skemmtilegir.
Í dag keypti ég mér hillusamstæðu sem ég setti saman alveg sjálf!!!!! Hlakka til að sjá svipinn á bræðrum mínum þegar þeir sjá hvað "litla prinsessan" getur gert þrátt fyrir að vera stelpa og án þess að skemma eitthvað
Í dag hefst nýtt líf.
...líf hollustu, hreyfingar, skynsemis, þyngdarleysis, skipulagningar og nýtingu tíma!
óskið mér góðs gengis!