mánudagur, maí 29

Klárlega mál málanna!

Reykjavík Trópík

Stúdentar standa fyrir alvöru tónlistar festival næstu helgi.
risa tjald fyrir utan Háskólann, mikið úrval tónlistarfólks, flæðandi bjór og endalaus hamingja!

- sjáumst

miðasala midi.is, Skífunni, BT Akureyri og BT Selfossi

laugardagur, maí 27

Kaldhæðni?


Þar sem ég nennti ekki heim úr Grafarvoginum að sækja flakkarann áður en ég færi á næturvakt ákvað ég að leigja mér einhverja mynd til að hafa ofan af fyrir mér í vinnunni.

Eins og við var að búast gekk mér frekar illa að finna einhverja álitlega mynd í því slappa úrvali sem vídeóleigurnar bjóða upp á. En sem betur fer kom til mín af myndarlegur og sjarmerandi starfsmaður leigurnar og benti mér á að taka Casanova og senti hann mér blikk til frekar hvatningar, og þar sem ég var að verða sein í vinnuna ákvað ég bara að taka gylliboðinu.

Þvílík vonbrigði sem þessi mynd var!!
Algerlega óspennandi og mjög svo þunnur söguþráður, meira að segja hef ég orðið spenntari yfir Leiðarljósi!

Svona er karlmenn ekkert nema innantóm gylliboð!

sunnudagur, maí 21

Maður uppskerir víst eins og maður sáir!Ég fæ mínar bestu hugmyndir á fylleríum! Til dæmis að bæta fullt af eplasnafsi og vodka í appelsínusafa út í pinacolada drykkinn minn, taka allar mögulegar gerðir af skotum, tugilítra af bjór og allavega 4 gerðir af kokteilum.

uppskar ég ansi yfirþyrmandi þynku og marga óútskýrða skurði hér og þar um líkamann!

laugardagur, maí 20

Sumarið er tíminn...

til að spila tölvuleiki!

Ég er alveg að missa mig yfir Civilization IV, enda fátt eins hugarróandi enn að vita að maður getur eytt 5 tímum í vitleysu án þess að skólabækurnar stari á mann.

bara ef ég hefði jafn mikla einbetingu og þrautsegju við að læra eins og ég hef við að spila tölvuleiki.

fimmtudagur, maí 18

Jah hérna hér...

Ég hef verið alveg rasandi í allan dag!

Einkunin úr efnismenningu kom í hús í dag.
Var ég alveg full viss um að ég fengi einhverja kjallara einkunn því ég hafi ekki vott af einbeitingu í prófinu, hvorki svaraði ég ekki öllum spurningum né svaraði alltaf því sem spurt var um.
Skammaðist ég mín hálf fyrir að skila inn prófinu því það endurspeglaðist alls ekki það sem ég hafði lært í námskeiðinu. Var ég meira að segja alveg komin í þær stellingar að fara í sumarpróf til að hækka upp einkunina.

En svo fæ ég þessa flottu einkunn!
- Annað hvort hef ég fengið vitlausa einkunn eða kennarinn hafi lesið hugsanir mínar í vetur!
alla vega er það spurning hvort ég nenni þá nokkuð að fara í sumarpróf...

Núna er ég loksins hætt að geyspa enda búin að borða óhóflega af súkkulaðihúðuðum kaffibaunum og því komin með koffín skálfta.

ég verð sem sagt að megninu til á næturvöktum í sumar. Ekki út af því að mér finnst svona gaman að vaka á nóttunni heldur vegna þess að ég hef ekki efni á að vinna hérna á sambýlinu nema ég taki þeim mun fleiri næturvaktir!

Ég hefði svo sem geta farið að leita að einhverri nál í heystakk til að finna vel launaða 8 til 4 vinnu sem hæfir minni menntun. En ég kaus frekar að halda mér við það sem mér líkar og fá aðeins lægri laun.
-fæ mér bara betri vinnu á næsta ári, enda þá vætanlega orðin mastersnemi ;)

Annars er ágætt fyrir tossa eins og mig að nota næturvaktirnar að klára verkefni sem komin eru á deadline.

sunnudagur, maí 14

ótrúlega skemmtilegt myndband, tékkið á því!

laugardagur, maí 13

Ég þekk' 'anna!Sveina mín hélt útskriftartónleika í dag. Til hamingju Sveina!!
Leitt að ég komst ekki á tónleikana, en ég fékk þó smjörþefin af þeim þegar ég fór á æfingu hjá henni.

maður stefnir bara á að koma á næstu útskriftartónleika i Danmörku ;)

fimmtudagur, maí 11

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1200742

kannski við verðum bara að finna nýtt nafn á þjóðveldi okkar? svo fólk trúi því að einhver skuli búa hérna og ekki í snjóhúsum!!

Ljónið


þó ég hafi takmarkaða trú á trúverðuleika stjórnuspekis þá er alltaf gaman að pæla í þessu. meira að segja margt sem mér fannst passa vel við mig!

Tími Ljónsins er hásumarið, heitasti tími ársins. Á þessum árstíma skrýðist náttúran sínu fegursta, gróður blómstrar og litadýrð er mikil. Þessa dýrð má sjá í fari Ljónsins, sem oft hefur skrautlega og stóra sál og sterka þörf fyrir að tjá sig.


Í miðju
Ljónið er yfirleitt hreint og beint í framkomu og falslaust. Það hefur tilhneigingu til að draga að sér athygli og lenda í miðri hringrás atburða. Ljónið sækir oft í störf sem gera það áberandi, eða eru þess eðlis að það verður að þungamiðju umhverfisins.

Opin tjáning
Þegar Ljónið er í góðu skapi geislar það og glitrar af gleði og smitar út frá sér í umhverfi sitt. Þá 'kveikir' það í öðrum. Þegar það er óánægt sést óánægjan einnig langar leiðir, enda er Ljónið merki sem sýnir það sem býr innra með.

Fast fyrir
Ljónið er viljasterkt, fast fyrir, stöðugt og ákveðið þegar það hefur á annað borð tekið afstöðu til mála. Algengt er að það móti sér sérstakan stíl sem það heldur síðan fast í. Það er að mörgu leyti ósveigjanlegt, ráðríkt og stjórnsamt og telur sig iðulega vita betur en aðrir, hvað er rétt eða rangt.

Stórtækt
Ljónið býr yfir sannfæringarkrafti og ágætum stjórnunarhæfileikum. Það er einnig oft á tíðum kraftmikið og stórtækt. Oft taka Ljón sig til og framkvæma það sem aðrir létu sig ekki dreyma um að væri mögulegt. Þess á milli getur Ljónið tekið dugleg letiköst, enda kann það því vel að sleikja sólina og njóta lífsins.

Skapandi sjálfstjáning
Til að næra lífsorku sína þarf Ljónið að fást við skapandi athafnir, ekki endurtekningar og lognmollustörf. Það hentar því ekki að standa við færiband. Ljónið þarf að setja sinn persónulega stimpil á verkefni sín, enda er skapandi sjálfstjáning lykilatriði í lífi þess. Margir af þekktustu skemmtikröftun heimsins (og Íslands) eru í Ljónsmerkinu, svo sem Mick Jagger, Madonna, Diddú, Sigga Beinteins, Birgitta Haukdal o.s. frv.

Hugsjónir
Ljónið er eldsmerki og því hugsjónamaður að upplagi. Það táknar að því líður best þegar það er að berjast fyrir hugsjónum. Ljónið verður að hafa áhuga. Viðfangsefnin þurfa að kveikja eldinn.

Heiðarleiki
Meðal bestu eiginleika Ljónsins er heiðarleiki og einlægni. Hið dæmigerða Ljón vill segja satt hvað sem það kostar. Það vill vera trútt markmiðum sínum og hugsjónum. Ljónið er stolt, hjarthlýtt og göfuglynt merki.

tékkið á ykkar!

Sniðugt þetta sem kastljós er að gera með því að fjalla um framboðin í sveitastjórnakostningar í hverjum sveitafélagi

ég held meira að segja að ég sé búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa.
- best samt að segja mömmu ekki frá þeirri ákvörðun ;)

mánudagur, maí 1

oh, það er svo erfitt að vera búin í prófum!

Ég þurfti að hanga þunn í 3 tíma í sundi i dag, fá fríann ís í Álfheimum, fara í grillveislu og svo á djammið annan dag í röð!!

Mikið myndi ég frekar vilja vera í stresskasti yfir torlestnum bókum!!


múhahahahaha...............