Reynslusaga
Það þurfa allir að fara í fótsnyrtingu! Versta er að það er svo andskoti dýrt að þó ég sé algjör nautnaseggur leyfi ég mér ekki að fara í slíka. Ég get svo sem raspað á mér fæturna sjálf!
Sit ég svo við að raspa á mér fæturnar og horfi sjónvarpið, veit ég svo ekki fyrr en gólfið er orðið eitthvað furðulega blaut, lýt ég þá niður og sé að allt er út atað í blóði!!!
Þá er ég búin að vera svo einbeitin að horfa á Survior að ég raspaði af mér húðina!!
Boðskapur sögunar er: láttu það eftir þér að fara í fótasnyrtinu!! alla vega slökktu á sjónvarpinu ef þú ætlar að gera þetta sjálf!
Fullorðin?/fullorðin!
Núna undann farið hef ég verið í heilmikilli krísu um hvort og eða hvenær ég verð fullorðin. Sérstaklega eftir að litla frænka mín gat ómögulega tekið það gilt að ég væri orðin fullorðin og fyndist því ekkert rosalega gaman í dúkkuleik!
Þegar ég var krakki taldi ég að maður yrði fullorðin þegar maður er búin að koma undir sig fótum, búin að kaupa hús, á mann og börn og komin í fasta vinnu. Mér hefur alltaf fundist ég vera unglingur, er ennþá í skóla og djamma allar helgar!
Í dag fannst hins vegar fannst mér ég vera alveg ótrúlega fullorðin, ég þurfti sem sagt að standa upp í tíma og halda litla kynningu um sjálfa mig, hvað ég er að pæla í mínu námi, hvernig loka verkefnið mitt verður, og framtíðarplön.
En ætli ég verði nokkurn tímann fullorðin, verð örugglega orðin "eldri" borgari þegar ég loksins kaupi hús og kemst í fasta vinnu.
Jííha!!
ég er búin að setja myndir sem ég tók fyrir norðan á
msn-space hjá mér : )
Welcome to the wild wild north west
Ferðin hófst á mjög svo vandræðarleg bílferð sem endaði með útafakstri í snjóskafl.
Kíktí svo aðeins á djammið á föstudagskvöldinu, bærinn var þá fullur af villtum kúrekum í Hendson göllum og reiðvestum merktum “Ástund”.
Fórum svo í landsfrægu Laufskálaréttir þar sem það var alla vega 10x fleira fólk en hestar. Fylgdumst við með hestaslagi og drykkjusöng með 10 cm jafnfallinn snjó á hausnum.
Um kvöldið settum við svo upp kúrekahatta og gleyptum í okkur 54 hlaup skotum þar sem hvert skot hófst á “I want jelly in my belly”! Eftir að við vorum búin að þraut æfa línudansinn okkar. Hoppuðum við upp í bíl og á réttarball með Bó Halldórs. Bó kallinn kann greinlega að syngja ástina í fólkið, þar sem maður sá nær enginn slagsmál og nær allir komust á séns. Enduðum við kúrekagellurnar samt allar heim í okkar rúm og héldum lautarferð í eldhúsinu þar sem slátruðum nokkrum túnfisksamlokum, þó það hefði kannski verið meira við hæfi að hituðum bakaðarbaunir. Sungum við okkur svo í svefn um að við ætlum að hætta að drekka á morgun en við værum blindfullar…!
Svo þegar við vorum búin að hrista af okkur sem mestu þynkuna lögðum við af stað út í snjóinn, þar sem við vorum ekkert að flýta okkur stoppað í spádómskaffi hjá frænku Ástu og Evu. Þar sem ég komst að því að ég mun annað hvort lenda í peningabraski með Bjarnheiði eða rosalegu sukki! Hmm.. hvor ætli sé líklegra?!
Ég hef víst verið klukkuð.
Var ekki alveg að fatta þetta fyrst, en ég á víst að nefna fimm "useless" hluti um mig og klukka svo fimm aðra.
1. Tónlist hefur rosalega mikil áhrif á mig, ég hef t.d. enga þolinmæði fyrir leiðinlegri tónlist.
2. ég er B-manneskja sem dreymir um að vera A-manneskja
3. ég spái rosalega mikið í hári t.d. skipti ég mjög reglulega um hárlit og hárgreiðslu (helst 2 mánaðarfresti).
4. mér finnst andremma ógeðsleg, ég geng alltaf um vopnuð af tyggjó eða smint o.þ.h.
5. ég er mikil skorpukona, ég vinn alltaf í hollum. Ég fæ æði fyrir einhverju og svo ógeð af því!
Ég klukka
Söndru, Ernu Sif,
Kalla,
Önnu Betu og
Siggu Víðis
Flutt
í laugardaginn flutti ég á stúdentagarðana í íbúð 116. í fyrstu leyst mér alls ekki á staðsetninguna, sérstaklega þar sem ég var ekki búin að redda mér gardínum. því íbúðin mín er bókstaflega miðjum ganginum! og því væri ég í beinni útsendingu fyrir alla sem búa vinstri helming blokkarinnar! En fyrir einhverja ótrúlega lukku þá skildi fyrri íbúi gardínur eftir í fataskápnum! Ég hefði samt aldrei trúað því áður en ég flutti hvað ég á mikið af drasli, bæði nytsamlegu og algörlega ónytsamlegu. Í gær tókst mér að vera búin að koma mér þokkalega fyrir svo ég blés til fyrsta mataboðsins.
Búðarráp læknar allt!
Það fátt eins mikið bras og leiðindi eins og að ferlið við að ná sér í húsaleigubætur, maður þarf að hringja í allar áttir og fara þvers og kruss um alla borg. sem betur fer var ég með bíl í láni annars hefði þetta tekið mig minnst viku!
Við allt þetta bras og vesen fékk ég Þursabit í bakið, það er vont!!!
ef ég halla mér á eina hliðina þá er ég frosinn þannig þangað til ég vinn mér inn kjark að rétta mig af. Mér líður eins og gamalli gigtveikri kellingu! En ég las svo á
Doctor.is að maður ætti að vera sem duglegastur að hreyfa sig þannig að ég ákvað að fara í buxnaleiðangur!
úff það var nú þvílíka puð! mátaði yfir 20 gallabuxur þegar ég loksins fann einhverjar sem ég gat sætt mig við.
og viti menn ég varð bara miklu hressari af þursabitinu : )
arg!
Er ekki ennþá búin að fá eina einkunn síðan í sumarprófunum!!
þessir kennarar í Hí leyfa sér allt! ég var sú eina sem tók þetta próf, þannig það ætti ekki að taka langann tíma að fara yfir það!!!
"Út og innum gluggan...."
Gömul bekkjasystir mín bauð mér ég í partý til sín í gær. Leyst mér bara vel á það, gaman að hitta nokkra skagfirðinga aftur. Þar sem þetta var innflutningspartý hugsaði ég með mér að ég þyrfti að taka með mér einhverja innflutningsgjöf. þar sem að hún er ekki beint týpan sem maður gefur kertastjaka eða blóm, fannst mér snilldar hugmynd að gefa henni skotglös, og fannst mér ennþá betri hugmynd að gefa henni hlaupskot. Ég hafði reynar ekki hugmynd um hvernig ætti að búa til hlaupskot, en lét ég það ekki stoppa mig ferkar en venjulega, "iss er ekki bara helmingur áfengi á móti helmingi af vatni?". svipurinn á partýgestunum þegar þeir byrjuðu að háma í sig hlaupið benti til þess að þetta var heldur gróflega blandað! en var þessu öllu skolað niður með c.a 10 glösum af Magaríta sem partíhaldarinn hamaðist við að blanda, og á innan við 10 mínútum voru allir orðnir vel hífaðir :)
Þegar hávaða var komin yfir öll leyfileg mörk var fólki sópað niður í bæ, þar tók við ennþá meiri drykkja. Veit ekki alveg hvað er sniðugt við það að geta látið skrifa hjá sér á barnum, ætli ég fái nokkuð útborgað!
En mesta snilldinn við þetta kvöld er að hafa staðið aftast í röðinni á Hressó og nýja bestavinkona mín hleypti inn um gegnum gluggann!
jæja þá er ég byrjuð aftur í skólanum og ég er með drauma stundatöflu!
11 til 12 á þriðjudögum
13 til 16 á miðvikudögum
11 til 16 á fimmtudögum
= 4 daga helgi!!