Forvitnilegt að vita hver mun myrða mig!
Ms.koffín!
úff!! það er kannski heldur of mikil bjartsýni að ætla að hætta að drekka pepsí max og minnka kaffidrykkjuna í sömu vikunni.
Ég er strax að sprynga á fyrsta degi og klukkan er ekki orðin 1!!
kannski ég hafi hámarkið 4 bolla á dag í stað 3!!
Næsta mál á dagskrá!
Árlegir stórtónleikar Háskólakórsins verða núna á laugardaginn. Dagskráin í ár er alveg ótrúlega falleg og eitthvað sem allir ættu að fíla.
p.s.
mér skilst að sópranin mun syngja einstaklega vel ;) ...so be there!!!!
Árshátíð mannfræðinema á morgun!!!!
Haldið í Lögreglusalnum, Brautarholti 30, 105 RVK.
- Mæting í fordrykk er 18.00
Matseðillinn verður í takt við þemavikuna og því með afrísku yfirbragði:
Forréttur:
Sjávarréttasúpa og brauð
Aðalréttir:
Lambasteik, marineruð í jógúrt, hvítlauk og kanel með Marokko cous cous og grænmeti
Afrískt grænmetisragú með linsubaunum og cummin
Penne pasta í pesto
Tortellini pasta með “piri piri” kjúklingi
Meðlæti:Brauð og hummus, ferskt grænt salat, hvítlauksdressing og sveppasósa.
Djembé leikarar, Dansar og aðrar uppákomur halda uppi stemmingu og
ofur hress skífuþeytari mun svo halda okkur á dansgólfinu fram á rauða nótt.
Vúhú hvað ég hlakka til, en árshátíðin er líka lokahóf þemavikunnar, svo það verður rosalegt spennufall!!!
Miss Media
Mikið finnst manni maður kjánalega í sjónvarpinu!!
Það er barasta allt að gerast hjá mér í fjölmiðlum þessa dagana En það er í tengslum við þemavikuna
fréttaskot á
NFS (kem inn þegar 12 mínútur eru liðnar)
Mogginn á morgun
og útvarpið á miðvikudaginn í morgun útvarpi Rásar 2 kl. 7.40
Þemavika Mannfræðinema - Heimsálfan Afríka
Undan farnar vikur hef ég ásamt stjórn minni í Homo setið sveitt við að skipuleggja þemaviku mannfræðinema og þetta er sem sagt útkoman!
HEIMSÁLFAN AFRÍKAEr Afríka einsleit og ráða hungur og hörmuleg átök þar öllu? Homo, félag mannfræðinema við Háskóla Íslands, skoðar málin og stendur fyrir þemavikunni Heimsálfan Afríka dagana 20. til 26. mars.
Fjölbreyttir viðburður verða í þemavikunni og við hvetjum ykkur eindregið til að sækja þá:
20. mars, mánudagur
Dansatriði, anddyri Odda, kl 12.20
Þjóðdansinn Saidi
Dansari: Rosana Ragimova.
Saidi dansinn kemur upprunalega frá ofanverðu Egyptalandi, milli Gizen og Edfu. Hann er venjulega líflegur, orkumikill og jarðtengdur. Notast er við 4/4 rytma sem er þekktur sem Saidi rytmi. Dansarinn notar yfirleitt eitt eða tvö bambusprik.
---
22. mars, miðvikudagurMálstofa, Oddi, stofa 202, kl. 12.15 – 13.15
Vinir Afríku
Fyrirlesarar: Kjartan Jónsson, Jón Tryggvi Sveinsson og Sibeso Imbula.
Starfsemi félagsins Vina Afríku kynnt í máli og myndum. Vinir Afríku eru stuðningssamtök við uppbyggingarverkefni Húmanistahreyfingarinnar í Kenýa og Sambíu. Verkefnin snúast meðal annars um heilbrigðismál, grunnmenntun og almenna framfærslu.
---
23. mars, fimmtudagur
Málstofa, Oddi, stofa 201, kl. 12.15 – 13.15
Er eitthvað annað í Eþíópíu en hungursneyð?
Fyrirlesari: Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðamaður.
Hversu mörgum dettur Eþíópía ósjálfrátt í hug þegar þeir heyra orðið hungursneyð? Hvað með stríðsástand, vesöld og vannærð börn? Eþíópía er eitt fátækasta land í heimi og verður reglulega fyrir alvarlegum þurrkum. Sigríður Víðis Jónsdóttir veltir fyrir sér hvort þar sé eitthvað annað en fólk sem býr við sára neyð og sýnir ljósmyndir frá dvöl sinni í landinu.
---
24. mars, föstudagurMálstofa, Askja, stofa 123, kl.12.15 – 13.30
South Africa's Challenges and Successes vis-a-vis Political Developments in Africa
Fyrirlesari: Edward Maloka, dr. í sagnfræði og forstöðumaður Afríkustofnunar Suður Afríku (AISA). Hann hefur m.a. starfað sem kennari við Cape Town háskóla og sem stjórnmálaráðgjafi.
Conflict Resolution in Africa: Lessons Learnt and Challenges.
Fyrirlesari: Vasu Gounden, dr. í lögfræði og forstöðumaður African Centre for the Constructive Resolution of Disputes (ACCORD). Hann er sérfræðingur í samninga- og sáttagerð og hefur starfað í fjölmörgum sannleiks- og sáttanefndum í Suður Afríku.
svo ég haldi áfram að tuða...
mikið rosalega er pirrandi þetta æði á msn að troða inn einhverjum hoppandi brosköllum, hreyfimyndum og blikkandi stöfum!! tekur mann mun lengri tíma að lesa því maður getur ekki einbeitt sér að textanum, svo er þetta einfaldlega pirrandi!!!
eitt enn,
vinsamlega hættið að senda mér fjölpóst!! Þið þarna fólk...það er enginn að fara gefa ykkur eitt né nétt.. hvað þá farsíma!!
æi, þegiðu...
Þegar ég er heima að stússast á daginn hef ég oft kveikt á alþingi, og auðvitað eru málefni og menn misáhugaverð.
En ræðuaðferðir Hlyns Hallssonar (vg) fóru alveg með mig, ýmisst las hann upp ljóð eða vissi ekki hvern fjandann hann var að segja og hikaði hann við hverja setningu, óþolinmæðin fór alveg með mig og varð ég að setja Mute á kallinn
Eru það ekki lámarkskröfur að þingmenn séu skyldugir að sækja framsögunámskeið??
Allt að gerast...
Sem kraftaverki líkast hef ég vaknað ofur hress kl 9 á morgnanna undan farið, held að það sé stressið samt sem keyrir mig áfram. Ég virðist ekki koma neinu í verk nema ég sé komin á einhverja deadline eða hafi þeim mun meira að gera. Fjölbreytni er líka góð, þannig mér hefur tekist að troða mér í sem flest embætti, og nú nýlega var ég kjörin meðstjórnandi í stjórn Röskvu og fjárölfunarstjóri.
Ba-ritgerðin er loksins komin á smá skrið. Ég er alla vega byrjuð að negla niður aðal rannsóknarspurninguna, "Er nekt orðin munaðarvara", ég sem sagt ætla að skoða nekt og klæðnað út frá efnismenningu, þá vísa ég til þess að í dag fylgir "fegurð" líkamsvaxtar og heilbrigt útlit auknum efnahag. Sem dæmi er Paris Hilton ímynd ríkidæmis og klæðist hún varla nema einhverjum pjötlum!!
Getur einhver komið með dæmi um ríka og fræga konu sem er feit jussa?
Erna til bjargar!!
í gær var ónefndur tenór í mikilli nauð! Ísskápurinn hans var nefnilega að út troðinn af bjór sem hann þurfti nauðsynlega að losna við.
Auðvitað kom ég til bjargar, enda talin sérstaklega hjálpsöm og ósérhlífin manneskja, en því miður er ekki hægt að segja slíkt hið sama um flesta aðra kórmeðlimi!!!!!!! En þó eftir allnokkuð tuð og pirring tókst mér að draga ör fáa með mér að hjálpa aumingja manninum.
Kvöldið var stuð, var það bara hin ágætasta skemmtun að vera eina stelpan inni króuð af tenórum og bössum eftir að hinar tvær stelpurnar flúðu af hólmi.
Áhugaverðast var þó að lenda á trúnó með fullum eðlisfræðis- og stærðfræðingum. Komst ég meðal annars að því maður þarf ekkert að kunna að reikna til að verða stærðfræðingur, bara kunna að telja!!!!
skálum og syngjum, Skagfirðingar!!
"...
Skagfirðingakvöld á Players er á föstudagskvöldið og nú er komin dagskrá fyrir þennan eina fasta punkt í skagfirsku skemmtanalífi sunnan heiða. Frést hefur að Týrol verði með uppákomu á kvöldinu sem eigi sér varla hliðstæðu á Íslandi og þó víðar væri leitað. Þá ætlar Geirmundur líka að sanna að skagfirska sveiflan sé til." Dagskrá:
00:00 – 01:00 Hljómsveit Geirmundar
01:00 – 01:30 Týrol með ”kommbakk”
01:30 – 02:30 Von
02:30 – 03:30 Spútnik
-
skagafjordur.comí fyrra dróum við Sandra tvo saklausa sænska kórdrengi með okkur á þetta kvöld, og biðu þeir þess aldrei bætur, spennandi að vita hverja við húkkum með okkur í ár ;)