föstudagur, febrúar 20

ég er farin að halda að ég beri vott af Maniu, er alltaf að fá einhverjar klikkaðar hugmyndir.......

Það hefur verið svo brjálað að gera hjá mér seinustu vikurnar og hef ég þurft að vera með stíft plan svo allt gangi upp. og sjónvarpshorf var alls ekki inn í því plani!! en alltaf einhvernvegin hef ég staðið mig að því að kveikja á imbakassanum þegar ég er heima! var ég farin að lýta á sjónvarpið sem hin mikla óvin sem ég þyrfti einhvern vegin að sjá við......
margar hugmyndir hafa komið við í kollinum en enginn þeirra verið nógu raunsæ til að koma í framvæmd. meðal þeirra eru:

- Að henda loftnetssnúrunni (en ég held að ég myndi bara búa mér til nýtt loftnet í staðinn).

- Gefa Rauða Krossinum sjónvarpið mitt (það væri nú bara bilun!!!)

- Fela sjónvarpið þannig að ég þyrfti að hafa mikið fyrir því að horfa á það
(ég held að ég myndi alveg leggja það á mig)

Svo var ég að tala við vinkonu mína um daginn sem by the way á mjög gamalt og lítið,ljótt sjónvarp. Fæ ég þá allt í einu þá flugu í hausin að bara hreinlega skipta um sjónvarp við hana......

Þannig að núna sit ég uppi með mjög svo óaðlaðandi sjónvarp og finnst mér það svo glatað að mig hreinlega langar ekki til að kveikja á því!!!

Hvað ætli ég haldi það lengi út??


miðvikudagur, febrúar 11

"Að vera eða ekki vera" Blaðberi.....

sú spuringin hefur verðið að veltast í hausnum á mér seinasta mánuðinn og núna er ég loksins búin að gefa undann sjálfri mér og er búin að segja upp skrambans vinnunni hjá Fréttablaðinu!!!

Ég veit ekki alveg hvern ég var að reyna að blekkja með að þykjast vera einhvern brjáluð morgunmanneskja og fara snemma að sofa á kvöldin!!!
Ég verð bara að sætta mig við að ég er og mun alltaf vera Nightingale

Þá er ég einni vinnunni færri. Núna er ég bara í þremur vinnum staðin fyrir fjórar!!!
Hvað er ég eiginlega búin að hafa mig út í?!! Svo tala ég ekki um allt sem ég er að gera launalaust!

Kannski ég fái mér eina svona hallærislega sjálfshjálparbók "Hvernig á að segja NEI"!

sunnudagur, febrúar 8

Var búin að ætla mér að eiga alcoholfría helgi og læra eins og ég ætti lífið að leysa alla helgina................

ó nei! svo varð nú aldeilis ekki.........
Ég ætlaði mér að vinna sem minnst þennan vetur. Hringt var í mig og beðin að koma og leysa af á föstudagskvöldið. Lítið mál get nú alveg unnið eitt kvöld. En sumt fólk þarf alltaf að grípa alla hendina ef þeim er boðin litli putti og ekki kann ég að segja nei svo núna verð ég öll miðvikudagskvöld út vorið!!!! (Oh!). þannig að föstudagskvöldið fór í Idol áhorf í vinnunni í stað þess að lesa. Þar sem að kvöldið var hvort sem er farið þá fór ég og hitti vinkonur mínar og kíktum “aðeins” í bæinn. merkilegt hvað við íslendingar nennum að djamma í hvaða gaddi sem er!!!

Þannig að ég ákvað að taka laugardaginn með hörku og lesa úr mér augun.........

Ó nei! svo varð nú aldeilis ekki....
Þá hringdu gamlar bekkjasystur mínar af króknum og buðu mér í partý og auðvitað gat ég ekki neitað því. annað hefði nú bara verið dónaskapur!
Eftir boðið hófst alherjar leit eftir Öli. Hringdi í alla líklega og ólíklega en enginn átti bjór ekki einu sinni Sveinn bróðir (hvert er heimurinn að fara?!!!!) en svo mundi ég eftir dyggum formanni mínum sem auðvitað átti smá dreitill handa mér :)
Svo hófst árásin með hárspreyið púðrið og maskarann, mætti síðan galvösk í partý.
Það var heldur fá mennt en jú mjög góðmennt. Og var þetta hin áhugaverðasta samkunta. Veit núna mun meira en ég hafði kosið um fyrrverandi sveitunga mína!!

Svo sló klukkan tvö og haldið var niður í bæ ýmist gangandi eða rennandi þar sem ein ónefnd vinkona mín gat ómögulega haldið sér á löppunum.
Komum við svo við á öllum helstum skemmtistöðum borgarinnar meira að segja var ég töluð til að fara inn á Nellies!! úff þvílíkur viðbjóður get nánast ælt við öllum þessum ógeðisnáungum. hvað er málið!!!!!
er fólk alveg hætt að fara í bæinn til að SKEMMTA SÉR?? Er þetta bara athvarf fyrir fólk með brókasótt??!!

Kvöldið endaði með því að ég skemmti mér lang best á Hlöllabátum þar sem ég hitt fullt af fullum Skagfirðingum :)

laugardagur, febrúar 7

vúhú! búin að fá yfir 1000 heimsóknir!!!

föstudagur, febrúar 6

Ég er nú kannski ekkert hissa á því að göturnar sem ég er að bera út í hafi verið lausar, þar sem að það eru minnst 1 hundur við hverja póstlúgu. Hundarnir líta eflaust á mig sem ægilegt rándýr sem sé að koma að éta húsbónda þeirra og fréttablaðið sem stórkostlega ógn sem þurfi að TORTÍMA og ráðast þeir í bókstaflegri merkingu dyrnar, ég bíð bara eftir því að þeir nái að naga sig í gegnum þær!!!

Persónulega finnst mér þetta vera drep fyndið sérstaklega þegar ég sé pínuponsu litla hunda hamast við að reyna að ná að hoppa upp í lúguna og gelta af öllum lífsins krafti til að fæla mig í burtu. En þegar þeir eru risastórir og stara í augun á mér, er mér ekki alveg eins sama!!

miðvikudagur, febrúar 4

Ég ætti kannski að breyta úr Nightingale yfir í morgunhani þar sem að ég er farin að vakna kl 5. ekki sofa kl 5?!!

þriðjudagur, febrúar 3

Togstreita blaðberans

Úff það er ekki auðvelt að vera blaðberi....

Í hvert einasta skipti sem klukkan hringir kl 5. birtist litill ljótur púki á öxlina á mér hvíslar í eyrað á mér að ég eigi bara að segja upp þessari skrambans vinnu og halda áfram að sofa. Hvers vegna ætti ég að bera út blöðin til sofandi nágranna minna fyrir skítalaun?!!
Þegar mér tekst svo að ná mér upp úr svefnmókinu og er farinn að leita að símanúmerinu hjá Fréttablaðinu, þá "púff" birtist litill sætur engill á hinna öxlina og segir mér hvað þetta sé nú "holl og góð vinna og ég hafi bara gott af því að vakna og það sé líka svooo gott veður".
þannig svo togast ég á í góðan tíma á hverjum morgni þangað til að litli engillinn er ekki lengur svo sætur og öskrar í eyrað að:
"DRULLAÐU ÞÉR Í FÖTIN OG KOMDU ÞÉR ÚT"!!!!!!

sunnudagur, febrúar 1

jæja nóg eftir

Jæja búin með 3% Aðeins 97% eftir!!!!create your own visited country map
or write about it on the open travel guide