föstudagur, október 29

Lítil álfur óskast!!


Lítill álfur óskast í 100% starf við að hlaupa á eftir mér og minna mig á hluti og viðburði
- laun samkvæmt kjarasamningi álfa-vinsamlegast sendið inn umsóknir á ineedanalf@hotmail.com

fimmtudagur, október 28

Djöfull hvað ég þoli ekki fyllerís myndir af mér á netinu!!!!

Hvað var um það að geta farið á gott fyllerí og látið svo "sunnudaginn eftir" duga til þess að gjalda fyrir það!?!
Fór heldur óhóflega með alcaholinntökuna um seinustu helgi, og nú liggja sönnunargögn um það á alheimsnetinu!!
Mig langar helst til að grafa mig ofan í holu og vera þar, þegar maður sér svona myndir.

þriðjudagur, október 26

Nú skal tekið á því!!

Nú er maður komin í enn eitt átakið og dreif ég mig í ræktina í gær.
Við Sandra skoðuðum tímatöfluna í baðhúsinu og fannst okkur Body Combat hljóma vel, enda er ég komin með svo flotta spelku á vinstri hendina, að ég leit út fyrir að vera mikil boxari!!

Svo hlupum við passlega seinar inn í tíma og byrjuðum að svitna og hoppa í skeifu, basic, skvetta, hné, mambó, snúa, klappa, tja tja tja, lyfta, snúa, snúa, klappa, öfuga skeifu, tja tja tja, sparka, hoppa og alltaf ókst hraðinn, snúa, hoppa snúa lyfta, tja tja tja, klappa, snúa, mambó, hné, skipta, snúa.......

Vaknaði ég þá allt í einu út í glugga algjörlega dottin úr takti og ringluð, fór ég þá að átta mig á því að ég væri nú ekki í neinum bardagatíma!!
Ákvað samt að reyna að halda áfram að sprikla, klappa, snúa, lyfta, tja tja tja.......

Eftir tímann sá ég svo að ég hafði ruglast á sal og var í Eerobic-dance mix!!!
já, það meikaði miklu meiri sens!!!

En ég verð samt að mæta í næsta tíma, þar sem ég er búin að hafa fyrir því að læra þessi spor!!

mánudagur, október 25

Sweeny Todd

þegar ég og Sandra höfðum náð okkur upp úr eymd sunnudagsþynnkunar fórum við í Íslensku óperuna að sjá morðóða rakarann Sweeny Todd. Þetta var stór skemmtileg ópera sem ég mæli hiklaust með allir sjái!!

fimmtudagur, október 21

sá er hugaður!!

http://dopsalar.blogspot.com/

"Frábært"!!!!!

Var að undirbúa fyrirlestur til kl 03 í nótt.
svo þegar ég mæti syfjuð en undirbúin í tíma, ákveður kennarinn allt í einu að láti mig bara svara einni spurningu í stað þess að flytja fyrirlesturinn!!!!

þriðjudagur, október 19

Sumir eru bara yndislegir :)
í dag settist kona við hliðina á mér og eftir stutt spjall bauð hún mér íslenska þýðingu úr aðalkennslubókinni í inngang að uppeldisfræði!!!!!!!

Orðlaus.....

Hafði mig loksins í að mæta til auglæknis í morgun, eftir allt of langann trassaskap. Eftir ég hafði tekið í hendina á þessum "virðulega" auglækni og sagt honum erendi mitt til hans ákvað ég að láta hann vita að ég væri nú reyndar lesblind og það gæti verið orsök fyrir þreytu í augunum.
Fékk ég þá bara vænt "högg" frá lækninum og tilkynnti hann mér það að ég VÆRI SKO ALDEILIS EKKI MEÐ LESBLINDU/DYSLEXIU!!
"ööö...jú ég fékk greiningu hjá taugasálfræðingi í byrjun ágúst!!" sagði ég eftir vandræðarlega þögn.
Varð hann þá æfareiður og lét mig lesa einhverja klausu, sem ég þá gerði, þar sem ég komst vandræðalaust í gegnum fyrstu línuna þá reif hann af mér spjaldið og sagði að manneska eins og ég gæti nú ekki verið lesblind!!! svo fékk ég vænan fyrirlestur um þróun lesturs á íslandi og hvernig sjónin virkaði við lestur! Átti ég nú ekki til orð og hafði ég heldur ekki löngun til að eyða orku í rökræða við svona mann!!

Þegar hann hafði lokið sér af við að reyna að telja mér trú um að ég væri nú bara alls ekki lesblind og ætti ekki að láta fólk telja mig trú um það, þá gat hann loksins farið að snúa sér að því að mæla í mér sjónina.

Ég er þá með eitthvað voða fínt heiti yfir því að ráða ekki við fókusinn, er með einhvern fókuseitthvaðkrampaeitthvað og ég ætti að fá mér eitt stk. gleraugu.

Ekki gafst hann samt upp við reyna sannfæra mig um að fyrirbærið lesblinda væri bara ekki til!! Það væri nú bara kjaftæði að háskólanemi gæti verið með lesblindu!!

Jáhá...mér finnst nú bara eins og ég hafi verið að koma út úr "skápnum"!
Á ég núna að fara stofna "samtökin '04" og berjast fyrir viðurkenningu fólks með Dyslexiu!?!

Annars fyrir áhugasama þá bendi ég á heimasíðu Taugasálfræðingsins sem ég fór til www.jgh.is

mánudagur, október 18

þá er maður loksins að vakna upp úr þynkunni..

Stjórnin hélt opin fund núna á laugardaginn þar sem áhersla var á lagabreytingar, gekk allt vel og var fundurinn einstaklega formlegur þökk sé Sigga og Hillu. Held að Kóri hafi haft einstaklega gott af þessu. Þarna var heldur ágreinings mál lyft upp á borðið og þau leyst. fundinum var svo slitið með tveimur kútum af bjór (sem gerir 100 stór glös af bjór!). Tók kórinn á öllum sínum mætti við að klára þá sem fyrst, og var þrýstingurinn gífurlegur.
Seinna um kvöldið voru svo tónleikar með Reggí hljómsveitnni Hjálmar og í kjölfarið fylltist staðurinn (stúdenta kjallarinn) af mjög svo sérstökum grúppíum. þegar kórinn hafði lokið við kútanna og búin að fá nóg af dansi var haldið í partý til Gauja og Krístínu, lennti ég þá í mjög svo áhugaverðum rökræðum við tvo tenóra sem "endaði" c.a. 4 klukkutímum seinna. haldið var í bæin eftir mjög svo mikla dramatík, skellti ég þá upp skiltinu (Trúnaðarþjónusta Ernu Maríu).

Endaði kvöldið á mjög svo furðulegan hátt og um kl 7 ákvað ég að koma mér bara heim enda var ég allt í einu orðin persóna í leikritinu "Miðsumarsnótt" eftir W. Shakespeare.

ekki minnkaði samt vitleysan við að koma mér út úr þeirri dramatík heldur fór einhvern piltur á hnéin út á miðri götu og kallaði af öllum mætti um að fá að vita nafnið mitt, var þetta frekar vandræðalegt þar sem að hann náði athygli fólksins í kringum sig (og reyndar bílanna líka) flýtti ég mér þá að segja ég þá héti Karólína og lofi að hitta hann á prikinu næsta föstudag, en það mun núna vera seinasti staður sem ég mun stíga fætinum inn!!!

fimmtudagur, október 14

Finnið þrjár villur!

http://members.home.nl/saen/Special/Zoeken.swf>

miðvikudagur, október 13

TÁFÍLA!!!

Þar sem það var frí hjá mér í félagsfræði í morgun kom ég mér snemma fyrir á bókhlöðunni í dag og var búin að renna yfir nokkra kafla þegar einhver gaur (sem hefur örugglega ekki farið í sturtu síðan um seinustu jól) hlammaði sér fyrir aftan mig. Stuttu síðar fann ég skelfilega lykt læðast fyrir framan nefnið á mér!!! Þá var kauði búin að klæða sig úr skónum og var að virða tærnar (eða réttarasagt klaufarnar) fyrir neðan stólinn minn*skelfing og ótti*, flýtti ég mér þá nær dauða en lífi að taka saman dótið mitt og flýja yfir í annan endann á hlöðunni...

þriðjudagur, október 12

Lykjaþjófurinn ægilegi......

Ég veit ekki hvað er málið með mig og bíllykla? en alla vega mæli ég með að fólk haldi bíllyklunum sínum í góðri fjarlægð frá mér og þá helst niðurgrafna einhver staðar!!

Núna tvo seinustu daga hefur mér tekist að stela tveimur bíllykum (og reyndar húslyklum líka).

Fyrra skiptið var ég að fara að sækja frystukistuna mína í Bykó. En þar sem ég var svo pirruð yfir því að hún var ekki til!! (en samt búin að borga fyrir hana) æddi ég af stað í Elkó aftur með bíllykla sem ég hafði tekið frá einhverjum saklausum nissan eiganda í Bíkó (og ég var ekki einu sinni keyrandi sjálf) en studdu seinna áttaði ég mig á því og skilaði greyi konunni lyklana sína (hún komst náttúrulega ekkert í burtu þar sem hún vissi ekki hvað ég héti nei neinn annar þarna)

ég græddi þó helling á því að frystukistunni minni hafði óvart verið selt einhverjum öðrum því ég náði að tala sölumanninn til að láta mig frá aðra frystikistu sem var 10.000 kr dýrari en sú sem ég hafði borgarð fyrir
$$$$ þetta gerir alveg 20 bjórar á barnum ;)


En svo gerði ég aðal skandallinn í dag og efast ég um að Sandra muni nokkuð fyrirgefa mér (enda held ég mér bara í Odda að læra til 23.00)

Ég er s.s. búin að vesenast með tv0 bíllykla í vasanum í dag. Ég hef s.s. tekið bíllyklana hennar Söndru (sem og húslyklanna) með mér í skólann í dag og áttaði ég mig ekki á því fyrr en ég var að reyna að troða þeim í skráargatið þegar ég var búin í skólanum kl 15.00
Undraði ég mig samt á því afhverju Sandra var ekkert búin að hringja í mig!?! En þá hafði ég gleymt að taka símann með mér í skólann. svo ég keyri á öðru hundaðinu heim á Nesveginn óttasleginn yfir viðbrögðum Söndru þar sem hún hefur ekki komist í skólann á bílnum og hefur þar að auki ekki geta læst neinu.

Ég verð að baka handa henni köku á morgun og nudda á henni tærnar í þrjár vikur eftir að ég lét hana labba í skólan!! kannski hún fari þá að mildast eitthvað!?!

Hvaða lyklum ætli ég nái að stela á morgun!?!

Ég veit nú ekki hvað stúdentaráð var að reyna að sannfæra okkur um að það væri búið að bæta upp fyrir skertann opnunartíma á bókhlöðunni með því að lengja opnunartíma á nokkrum byggingum Háskólans. Það er svo mikil hávaði alltaf í Odda að ég get alveg eins skroppið í heimsókn á næsta barnaheimili og lært þar!!