þriðjudagur, janúar 30

Same old me...

Nýja árið átti sko heldur betur að vera ár breytinga og sjálfsmeðferðar. sá fyrir mér að flytja bara í sveitina, safna pening og dunda mér við lokaverkefnið mitt
Ég virðist þó lítið breytast þó ég flytji. Nú er ég bókstaflega að kafna úr verkefnum og amstri. Hef hvorki tíma til að anda né sofa.

Kannski flutti ég bara ekki nógu langt. Er einmitt að spá í að færa mig eitthvað um hnettinn og fara í sjálfboðaliðastarf einhver staðar, þar sem samfélagið og lífið er mun einfaldara.

Ég hef alltaf verið ofvirk það er ekki svo sjaldan sem mig dreymir um þá að hefði ekki svona mörg áhugamál, vera ekki endalaust að koma mér í einhver ný og ný verkefni. Hvernig væri að gera eitt í einu og gera það vel!

Það sem ég er að gera núna meðal annars:
- vinna við Ba-verkefni

- vinna á Elliheimili

- vinna að sigri Röskvu í kosningabaráttunni

- skrifa fyrirlestur um sjálfsímynd, metnað og áhrif orða sem ég er að fara halda víðs vegar um norðurland vestra

-redda skorarfundum og funda með Homo

-gera húsið tilbúið fyrir málara og smiði því ma og pa eru á spáni og það á að taka húsið í gegn (eru enginn takmörk fyrir því hvað er hægt að eiga mikið af bollastelli!!!!!)

- Ég er með tvær frænkur mínar í einkakennslu í 10 bekk 1x í viku (nú man ég afhverju mér gekk ílla í stærðfræði!)

- fer með ömmu í búðina 1x í viku

svo er ég að fara suður á morgun og á alveg eftir að pakka niður veit ekki alveg hvenær ég ætla að hafa tíma til að sofa áður ég fer :/

Svona er maður. Erfitt að flýja sjálfan sig.

jamm, held að ég verði kannski að flýja aðeins lengra.....

hvernig hljómar Malaví eða Indland?

miðvikudagur, janúar 24

Sipp sipp sipp

í dag fann ég mjög svo henntugt líkamsræktartæki í bílskúrnum! kemur alveg í stað hlaupabrettisins í Baðhúsinu!

Sippuband! úff hvernig fór ég sem önnur börn að því að spippa tímunum saman!! ég er alveg í svitakófi við þetta!!!

jamms nú er ég komin með príðis líkamsræktarstöð í eldhúsinu, búin að koma litlu sjónvarpi fyrir á einu borðinu svo nú sippa ég sem vitlaus væri og horfi á eitthvað skemmtilegt á meðan :D

Hugsa samt að ég fjárfesti í líkamræktarkorti í febrúar, veit ekki hvað ég endist lengi í eldhúsinu, samt mikil tilbreyting að brenna kaloríjum í stað hlaða þeim á mig í eldhúsinu :)

þriðjudagur, janúar 23

orðin ýkt speisuð

Jæja þá lét ég loks verða af þessu...

http://www.myspace.com/ernamariajens

laugardagur, janúar 20

Hafið þið séð myndarlegra fólk?!?!

sjá nánar á http://roskva.hi.is/

föstudagur, janúar 19

Me and mister sexy!

Það er sko nóg af folunum hérna á króknum! Hitti einmitt hressann trúbator á djamminu um helgina. Ég veit ekki hvort það sé olían eða hversu fimur hann er að spila á nóturnar, en ég veit að ég féll bara kylliflöt fyrir nýja elskhuganum mínum!


miðvikudagur, janúar 17

Sæmsæri?

í gær heyrði ég svo ógeðslega fyndna frétt. Mér fannst hún kannski svona fyndin af því ég hélt að hún væri um mig!
Umtöluð frétt var í kvöldfréttum RÚV. Þegar verið var að kynna fréttina var sagt "Mannfræðingur segir að bara þeir sem eru í sambúð eða giftir mega fara á þorrablótið". Afhverju fannst mér þetta svona fyndið, jú af því ég hafði ný ákveðið að fara á Þorrablótið hérna í sveitinni og þegar ég panntaði miðann, var ég spurð mjög ítarlega hvort ég ætlaði bara að fá EINN MIÐA!!, ég var líka lengi að ákveða hvort ég ætti að fara á þorrablótið, og fólk var alltaf að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að bjóða einhverjum myndarlegum með mér? Ég hugsa reyndar að ég bjóði einni myndarlegri með mér, því Sandra ætlar kannski að renna norður til að

Svo fyndin fannst mér þessi frétt að mig dreymdi að ég hafi enn verið að hlægja af henni í nótt...

Kaldhæðnisleg tilviljun, eða æðri máttarvöld?

Eins og venjulega er ég komin í megrun, það er víst ekki frásögufærandi, nema í kvöld gekk ekki svo vel. En ég var samt í mínu besta skapi enda hafði ég fundið geisladiska sem ég hafði skrifað á mínum yngri árum, og þar meðal voru diskur með Sólstrandargæjunum. Í kæruleysiskastinu ákveð ég að svipast um og gá hvort mamma eigi ekki einhvern góðann ís í öllum þessum frystikistum sem eru hérna. Er ég með græjurnar stilltar frekar hátt þannig ég heyrði alla leið út í bílskúr (enda er ég ein í húsinu og get haft eins mikill hávaða og ég kýs), en á meðan ég er að gramsa í kistunni þá rispast fíni Sólstrandargæjadiskurinn minn á laginu "Rangur maður" og það eina sem ég heyri er "lúser, lúser, lúser, lúser, lúser, lúser lúser...."

Veit ekki hvort þetta voru æðri máttarvöld að skamma mig eða rosalega kaldhæðnisleg tilviljun.
minnsta kosti langaði mig ekkert sérstaklega í ísinn eftir þetta og ákvað að fá mér epli í staðinn!

sunnudagur, janúar 14

Á seinasta söludegi..

Lífið í sveitinni er ágætt. Held að ég hafi aldrei haft jafn mikinn tíma til að pússa á mér neglunar, horfa á sjónvarpið og taka til. Held meira að segja að ég búi um rúmið mitt á hverjum degi! Allt þetta voru mínir hinstu draumar þegar ég lá yfir bókunum í seinustu prófum.

Annars er fólkið hérna mjög áhugasamt um mig, og fæ ég tvenns konar spurningar minnst 3x á dag.

Annars vegar "mannfræði, hvað er nú það?", "við hvað ætlar þú svo að vinna?". Þessar spurningar er svo sem auð svarað og er ég komin með ákveðna rútínusvör.

Hins vegar eru svo spurningar eins og "hvað heitir maðurinn þinn?", "jæja ertu búin að ná þér í mann?", "hvernig stendur á því að þú átt ekki mann?". Þessum spurningum er ekki eins auðsvarað. mér finnst nú samt frekar fyndið þegar ég var í umræðunni í vinnunni einu sinni sem oftar og þá fór ein konan að ræða það að "konurnar í dag eru orðnar svo sjálfstæðar að þær fara bara til danmerkur og fá sér sæðisgjafa"!! VÓ! ok ég er orðin 24 og ég er ekki enn ráðsett, óþarfi að fara láta eins ég sé á seinasta söludegi!!

En svona er lífið hérna á króknum. Fólk fer í vinnuna kl 8 til 16 fer svo í búðina, 50% fara út að skokka, hin 50% eru heima að elda. svo er horft á sjónvarpið og farið að sofa. Þeir sem passa ekki inn í þennan lífstíl eru bara óheppnir! t.d. getur maður bara farið í sund milli 17 og 21, fólk eins og ég verður þá bara að bíða heima eftir að allir aðrir eru búnir að vinna til að komast í sund!

En fólkið hérna er samt voða yndælt og ekki þarf ég lengur að kvarta yfir stressi og ofurálagi, svo tilgangi mínu er að því leitinu náð.

laugardagur, janúar 13

Jazzgeggjari

Ef ég mætti eiga mér tvö líf, þá er væri ég alveg til í að vera tónlistarmaður, og þá í jazzhljómsveit. Held að ég geti sagt að jazzinn sé mér nokkurns konar "soulfood". Fyrir utan að vilja vera söngkona, þá væri ég held til í að spila á bassa. Alltaf ákveðið sjarmi yfir bassanum! Spurning hvort ég geri einhvern tíman eitthvað í þessum draumi mínum. annað en að syngja jazz í sturtunni.

fimmtudagur, janúar 11

mikið fannst mér flott tillagan hjá borgarstjóranum að setja upp spilakassa í andyri Háskólans, víst að þau eru svona skaðlaus!

Ef það er eitthvað sem gerir mig geðveika þá er það að hjálpa pabba mínum á tölvuna. í fyrstalagi kann hann mjög takmarkað á tölvur, windowsið hans er á íslensku og það er algerlega vonlaust að leiðbeina honum í gegnum síma. Þurfti ég alla þá þolinmæði sem ég gat fundið svo ég myndi ekki bara tryllast á skella á þann gamla. úff þetta var alveg hræðilegt, hvaða bjánar voru það sem íslenskuðu windowskerfið!!!!!!!

Þau gömlu eru s.s. farin í húsið sitt á Spáni og verða þar næstu 3 mánuði, þannig ég verð ein í kotinu. Það er bara fínt, þau eru alveg yndisleg og allt það, en ég þarf eiginlega að hafa mitt space!

mánudagur, janúar 1

Nýtt ár, nýtt líf.

Jæja þá er komið nýtt ár, bæði á ártalinu og sem nýr kafli í lífinu hjá mér. Nóg verður af áramótaheitum sem ég stefni á en aðalega stefni ég á að verða "fullorðin"!

Hérna er ein mynd úr fallegu sveitinni minni , maður trúir varla að hún hafi verið tekin í 10 stiga hita um hávetur!