Jólalög
Ja hérna! Ótrúlega þessar útvarpstöðvar á íslandi það er ekki nóg að þær eru flest allar leiðinlegar, en byrja þær allt of snemma að spila jólalög og núna þegar jólin eru loksins að koma og venjulegt fólk er farið að hlakka mikið til og allt að verða jólalegt þá spila þau mun færri jólalög. Hvað eru þær að pæla??!
Ég sem sagt settist niður við mjög svo hættuleg jólakortaskrif í kvöld og ætlaði að hafa það notalegt og hlusta á jólatónlist, setti á létt 96.7 en nei nei ekki eitt jólalag alla þá 2 tíma sem ég hef setið hér og hamast við að skrifa jólakveðjur!! Þannig að ég teigði mig í Frank Sinatra og við látum okkur dreyma saman um hvítjól!!
Já það er ekki fyrir hvern sem er að skrifa jólakort og væri réttast að hafa sjúkrakassa við hendina þegar maður leggur í þessi skrif. Ég hef nú þegar eyðilagt 2 jólakort með blæðandi sárum sem ég hef fegnið eftir þessi stórhættulegu kort og tala ég nú ekki um þau sár sem ég hef fengið á varir og tungu við að loka umslögunum ég held að ég þurfi ekkert að vera að eyða peningunum mínum í rauðan varalit fyrir þessi jól!!!
Annars hef ég verið með eindæmum dugleg fyrir þessi jól. Er barasta búin að öllu nema kaupa jólagjöfina handa Palla bróðir (sem þó er ansi mikil höfuðverkur, held að hann eigi allt sem hægt er að stinga í samband og þá veit ég barasta ekki hvað ég á að kaupa!!), ætla að labba Laugarveginn á morgun, þoli ekki að troðast um í Kringlunni þegar það er svona mikið af fólki!!!
Allt að gerast
Eftir miklar vangaveltur og mörg löng símtöl við pabba hef ég ákveðið að drífa mig norður. Hlakkar geggjað til að koma heim í sveitina og hitta allt liðið.
Og nú eru jólin bara alveg að koma, meira að segja uppáhalds jólasveinninn minn Giljagaur komin til byggða. Ætli hann leynist í gilinu heima??
Ég ætla að drífa mig heim og gá.
Ciao
Hávaði og bjór
Úff!! kom mér heldur betur í vandræðalega stöðu í gær. Fólk hefur þá trú á mér að ég búi yfir vitneskju um allar helstu slúðursögur um hið líklegasta og ólíklegasta fólk.....ég hef nú bara ekki hugmynd um hvernig fólk fékk þá flugu í hausinn, en nú er fólk farið að pínu upp úr mér sögur um sjálft sig. Ég reyndi með mínu besta móti að snúa mér út úr þeim umræðum hjúkk!
Ég fór sem sagt á kaffi hús í gær með kórnum á Kaffi List ferlega gaman og flott tónlist en hljómsveitinn var heldur há, sem varð til þess að ég og varð hás af því að reyna að tala við sessunauta mína.
Fékk mér nokkra bjóra í tilraunaskyni þar sem mér gengur herfilega að sofna á kvöldin. ég hef greinilega ekki drukkið nógu marga þannig að ég verð að endurtaka tilraunina ;)
Grátur og gnístir tanna
Ætlaði að sjá
"Rosa bauginn" sem átti að sjást í nótt, en sá ekkert fyrir skýjunum og ljósunum af borginni (hvar ætli maður taki rafmagið af borginni?). Nú væri gott að vera heima í Skagafirðinum, hann sést víst mjög vel þar.
Þessi "Rosa baugur" eða "stóri baugur" boðaði víst
rosalega vont veður, sem er ef til vill ástæða þessa
"frumlega" heitis! En frekari upplýsingar eru á
þessari heimasíðu
Jæja ég fer þá bara og
græt mig í svefn og vonast eftir að vera á heppilegri stað næst þegar "Rosa bauginum" dettur í hug að láta sjá sig, og sé búin að komast að því hvernig maður slekkur ljósið á borginni!
Blogg snjöll lausn!
Damn! commentarinn ekki alveg að virka hjá mér!!
Aldrei að vita nema ég eyði eitthvað af jólafríinu í að nördast og bæta síðuna mína og ef til vill fara að skrifa eitthvað af viti hérna, víst að fólk er farið að kíkja við á henni.
Ég hef nú alltaf eitthvað að segja, en fólk virðist reyndar hafa takmarkaðann áhuga á að heyra um það sem ég er að pæla í! En blogg virðist vera snjöll laus fyrir fólk eins og mig! Fæ alveg útrás fyrir bullinu í mér, og enginn grípur fram í fyrir mér og snýr umræðuefninu yfir í einhvert annað!
já það er erfitt að vera "hugsuður" í þessu nútíma samfélagi þar sem allt snýst um vera mettuð af fjölmiðlum og stjórnvöldum og ætlast til þess að maður hafi ósjálfstæðar hugsanir og skoðanir!
"I do"!!!
Ég er búin að finna lausnina við fjárhagsvanda mínum :)
Ég er að spá í að gifta mig. Get fengið helling út úr því og það ætti ekki að þurfa trufla námið mitt neitt sérstaklega.
Skrepp bara til London geng í það "heillaga", svo frítt húsnæði, uppihald og fínar tekjur í 2 ár. Passlegt þá er ég búin með BA.
Af hverju var enginn búin að segja mér frá þessu fyrr??
Tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld........
Tíminn líður og ég er að mygla yfir bókunum, og samt alveg 5 dagar í næsta próf.
Stundum gerast alveg ólíklegustu hlutir. Gömul "vinkona" mín sem ég hef ekki haft samband við í nær 3 ár hringdi í mig og sagðist ætla senda mér jólakort og vantaði heimilsfangið!! og varð alveg ég varð orðlaus og ég verð nær aldrei orðlaus, nenni stundum ekki að tala en ekki orðlaus! ég var svo hissa að ég gat ekki lært í klukkutíma eftir símtalið ja hérna! senda mér jólakort!!! Þarf ég þá að senda öllum sem ég hef umgengst seinustu ár jólakort?? það er eins gott að fara þá að byrja að skrifa!! Samt gaman að heyra í henni.
Fór á kaffihús með kórnum á miðvikudaginn og lenti í hinum áhugaverðustu umræðum, veit nú t.d. hvernig sé best að steikja nautahakk, hvað logariþmi er, um grátandi sellóleikari og um ástarþríhyrning innann kórsins (skondinn þríhyrningur það!).
Í Dag fíla ég:
- kaffi
- grænan opal
- hárblásarann minn
- litlar gulrætur
- Travis
- óvenjulegar umræður
Í dag fíla ég ekki:
- bækurnar mínar
- snjóleysið
- peningaleysi
- varaþurk
Dagatalið mitt
8 dagar í almennupróf
15 dagar í aðferðafræðipróf
15 dagar þar til ég kemst norður
19 dagar í Litlu jól kórsins
23 dagar til jóla
25 dagar í annann í jólum djamm
26 dagar í Lord of the Rings
30 dagar í áramót og flugelda!
31 dagur til ársins 2004
Vííí ég hlakka til :)