miðvikudagur, júní 22

"Gott er að eiga nóg af stórum bræðrum"

Hvatvísin hefur verið allsráðandi hjá mér í dag.

Fór í klippingu og litun og þar sem ég vildi endilega fá einhverja tilbreytingu ákvað ég að láta bara klippa nær allann toppinn af mér. Það varð bara kúl og núna er ég komin með enni og ljóst hár : )

Svo ég var ég alveg komin með nóg af draslinu í herberginu mínu og þá sérstaklega á skrifborðinu mínu. Eini tilgangur þess var að safna drasli og taka pláss. Þannig að ég ákvað í að losa mig við rót vandans og koma því geymslu eitthvert. Hringdi ég þá í Gumma bróðir hann kom á nýja fína fordinum sínum hennti því á pallinn og setti það í geymslu til Sveins bróðurs.
Yndislegt að eiga hóp af bræðrum sem eru ávalt til þjónustu reiðubúnir : )

fimmtudagur, júní 16

Enga rigningu takk fyrir!!!!!

Næstu 4 daga er ég að fara með vinnunni minni upp í sumarbústað á Flúðum, það verður örugglega yndislegt. Ég er bara búin að pakka hlírabolum og sólaráburði. Ég verð brjáluð ef það rignir svo allann tímann!!!

Hjálmar


-Hljóðlega af stað-
Keypti mér diskinn með Hjálmum í dag. Loksins. Maður verður eitthvað svo hamingjusamur að hlusta á þá : )

þriðjudagur, júní 14

perlur og pizza


í kvöld hittumst nokkar vinkonur mínar heima hjá mér og perluðum hálsfestar og armbönd. Okkur hafði blöskrað verðið á perlufestunum í skartbúðum Reykjavíkur að við sáum að við gætum vel gert þetta sjálfar fyrir minni pening og það væri líka bara skemmtilegt sem það varð og erum við núna mun ríkari af alls konar glingri : )

mánudagur, júní 13

Esjan var puð, en komst þó á toppinn

Í gær lét ég loksins verða að því að ganga upp Esjuna. Voru væntingar mínar ekki alveg eins og ég ætlaði og var þetta bara alvöru fjallganga!

Þolið mitt var heldur ekki í sínu besta formi og dróst ég ég fljótlega aftur úr hópnum (sem voru greinilega þvílíkir göngugarpar). Ég sagði þeim að vera ekkert að bíða heldur fara bara á undann mér, en benti þeim á það að það var sjaldbakan vann hérann!!!

Virðst orkan mín hafa falskann botn, ég verð rosa þreytt fyrstu metrana en svo get ég haldið endalaust áfram og eftir að hafa lent í þvílíkum ógöngum og fari kolvitlausa leið, klifraði ég upp bjargið með miklum lífsótta en adrenalínið dró mig alla leið á toppinn.

Það var alveg ótrúlega frábært að vera loksins kominn upp á þennan blessaða topp því þá vissi ég að ég ætti að geta fundið réttu leiðinga niður aftur, því það var nokkuð öruggugt að ég gæti ekki farið sömu leið niður og ég fór upp, nema kannski þá í fallhlíf.

Ég skil ekkert í öryggisleysinu þarna á Esjunni, það var hvergi skilti sem benti fólki á að það væri hægt að fara “auðvelda leið” og “erfiða/hættulega leið”, hvað þá einhverjir kaðlar til að halda í meðan maður er að klifra upp og niður bjargið!!

En þó þetta hafi verið erfitt og áhættu samt var þetta rosalega gaman og er ég ótrúlega stolt af mér : )

sunnudagur, júní 12

Esjuganga í kvöld


Esjan

Loksins í kvöld ætla ég að láta verða að því að ganga upp Esjuna. það er eitthvað sem ég hef lengi verið að hugsa um að gera, tókst mér meira að sjega að draga nokkir úr kórnum til að ganga með mér.

miðvikudagur, júní 8

Sumarið er tíminn..


Nú á að gera allt sem maður hafði ekki tíma né tök á að gera á veturna. Meðal annars er ég að taka herbergið mitt í gegn og rakst þá á cd með myndum sem teknar voru seinasta sumar þegar ég fór í rafting. Vá hvað það var gaman!!! Það er hægt að sjá fleiri myndir hérna

fimmtudagur, júní 2

ha?

Oh! Nú er ég búin að vera með hellu fyrir hægra eyranu nær í 30 tíma.
Ástæða þess mun vera að ég flaug heim í borgina í gær. Þó ég sé pirruð yfir heyrnarleysinu þá sé ég ekkert eftir því að hafa flogið, skil eiginlega ekki afhverju ég hef ekki gert það oftar. Það er alveg ótrúlega spes upplifun að flúga innan um skýjin og sjá Ísland frá nýju sjónarhorni, sérstaklega gaman að sjá sveitina mína úr lofti. Verst að ég hafi ekki verið myndavél með mér.

skagfirðstdjamm!

Á laugardaginn var fór ég á óvænt djamm fyrir norðan.

Það var nýbúið að útskrifa stúdenta heima svo bærinn var fullur af fólki með hvíta hatta. Þar sem að vinkonur mínar voru ýmist ekki á landinu, í RVK eða bara uppteknar hafði ég ekki bundið miklar væntingar fyrir neinu djammi. Ákvað samt að sitja með krosslagðafingur að eitthvað mundi rætast úr kvöldinu þar sem ég var búin að hafa fyrir að gera mig fína fyrir stúdentsveislunar fyrr um daginn og mamma og pabbi tilbúin að passa börnin.

Og viti menn, ekki klikkaði hún Sandra mín frekar enn fyrri daginn og bauð mér að koma á djammið með sér og vinkonum hennar. Ég ákvað að drífa mig með henni, en vera samt keyrandi.
En 2 tímum seinna var ég sko alls ekki keyrandi!! Né heldur næstu 15 tímanna! Fjúff þvílíkt djamm, var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að djamma á króknum og virtist meira að segja sama fólkið vera á djamminu og fyrir 4 árum þegar ég var upp á mitt besta heima, komst reyndar að því fljótlega að þetta voru yngri systkyni þeirra sem ég var vön að djamma með! Það gerði þetta eiginlega bara ennþá skemmtilegra, gat sagt þeim ýmsar skemmtilegar djammsögur ef systinum þeirra.

Merkilegt hvað áfengi getur brenglað dómgreind manns og almenna rökhugsun!! Ég þóttist nú vera kona með reynslu þegar kom að því að taka í vörina, enda orðin föst hefð meðan kvennradda í HÍ-kórnum að taka í vörina á djamminu. Svo ég heilsaði upp á sveitastrákana og bað um að fá í vörina. “ha tekur þú í vörina?!?” eftir að hafa frætt þá um kynni mín við tóbakið fékk ég vænan skammt í sprautu og því þjappað því í vörina, eða þannig átti það að fara! Tóbakið náði að dreifa sér um allann munnin og útum allan bolinn minn, strákarnir voru auðvitað mjög hjálpsamir að dusta það af mér, mig langaði helst að segja þeim að Ýrr mín er nú vön að þjappa þetta saman fyrir mig!!!

Á slaginu 3 kviknuðu ljósin á skemmtistaðnum, því annars kemur herra Sýsli og kærir allt og alla! En eins og skagfirðingum einum er lagið hófst hópsöngur og lá við að ég táraðist þegar sungið var “skál og syngja skagfriðingar” sem ég hef svo oft sungið ALEIN fyrir kórinn minn, því ég kun vera eini skagfirðingurinn.

Eftir að hafa verið hennt út með harðri hendi var af sjálfsögðu hoppað inn í næsta bíl farið á rúntinn og leitað að eftirpartí.
Eftirpartíið var líka ótrúlega skemmtilegt, var samt ekkert sérstaklega líflangt þar sem að “gestagjafinn”(16 ára stelpa) stóð og grátbað alla að fara út!

En það besta við djammið á króknum að maður þarf aldrei að borga morðfjár fyrir leigubíl, heldur stoppar maður næsta ungling sem nýkomin með bílpróf og bið um að skutla sér heim!